Mánudaginn 23. ágúst fór að færast líf yfir skólann þegar nýnemar komu á staðinn með forráðamönnum sínum. Meðan þeir fullorðnu funduðu með starfsfólki tók stjórn Mímis að sér leiðsögn nýnemanna um skólahúsið og nágrennið.
Nýir nemendur skólans á þessu hausti eru 57, af þeim hefja 52 nám í 1. bekk, en 5 nýir nemendur koma inn í 2. bekk. Brottfall milli skólaára er afskaplega lítið og því allir bekkir nánast fullsetnir og ekkert rúm laust á heimavist.
Því skal ekki neitað, að þetta er okkur, sem hér störfum gleðiefni, og vísbending um, að skólinn sé á réttri leið í starfi sínu.
Að morgni þriðjudags voru upplýsingafundir fyrir nýnema með stjórnendum, námsráðgjafa og heimvistafólki, en eftir hádegið tóku þeir þátt í skipulegðri dagskrá til að hrista hópinn saman.
Hér virðist vera á ferðinni hinn vænsti hópur.
Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafninu.