Við viljum þakka allar athugasemdir og leiðréttingar frá fyrri pistlinum okkar um Þórismótið, það hefur verið gaman að fylgjast með sögunum ykkar og að heyra frá ykkur og við tökum auðvitað á móti þessari gagnrýni með opnum huga. Hérna er uppfærð grein um Þórismótið með ykkur öll sem að fyrri pistlinum komu í huga.
Menntaskólinn að Laugarvatni tilheyrði eitt sinn íþróttabraut eins og flestir vita. Hér áður fyrr var haldið hið mikla Þórismót árlega og var það hápunktur íþróttalífsins í Menntaskólanum. Í uppphafi var aðeins keppt í körfubolta og aðeins drengirnir kepptu þó allir bekkirnir hvöttu sitt lið áfram. Mótið er skírt eftir Þóri Þorgeirssyni, hann kenndi við Héraðsskólann og íþróttaskólann á upphafsárum skólanna. Hann fór utan til Danmerkur til náms og var upphafsmaður körfubolta á Laugarvatni. Þórismótið var endurvakið eftir að hafa legið í dvala af Elías Páli Jónssyni og Magnús Skúla Kjartansyni, Íþróttaformönnum stjórn nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, Mímis, skólaárið 2022 til 2023.
Þórismótið eins og það er í dag er keppni á milli bekkja skipulagt af íþróttaformönnum hverju sinni. Núverandi íþróttaformenn eru þeir Kjartan Helgason og Ragnar Dagur Hjaltason og blésu til mótsins þetta skiptið en keppt er fjögur kvöld í röð. Á Þórismótinu í ár var keppt í fjórum íþróttum en þær voru blak, körfubolti, brennibolti og fótbolti. Það var hörku keppni, mikil spenna og alvöru keppnisskap alla vikuna. Bekkirnir skipa sjálfir í lið fyrir hverja íþrótt og er gríðarlega gaman að sjá liðsheild og keppnisskapið í hverjum bekk blómstra í slíkri viðureign. Yfir skólaárið eru bekkjarmót í allskyns íþróttum en það jafnast ekkert bekkjamót á við Þórismótið mikla. Þriðji bekkur varð sigurvegari mótsins í ár og voru þau alsátt með það. Nemendafélagið Mímir óskar sigurvegurum Þórsimótsins innilega til hamingju með árangurinn.
Að lokum bendum við áhugasömum um að kynna sér skemmtilega grein Bjarna Þorkelssonar á Fasbókarsíðu hans þar sem hann fjallar um skemmtilegar viðureignir á Þórismótinu.
Greinina ritaði Katrín Ölversdóttir, ritnefndarformaður Mímis.