Leikhópur Mímis nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni er að setja upp frumsamið leikrit sem ber heitið Adrenalín. Leikritið fjallar um strákinn Grím sem er á leið í útskriftarferð en sefur yfir sig og drífur sig út á flugvöll, hann kemst í ferðina eða svo heldur hann…

Á leiðinni lendir hann í ýmsum óhöppum og skrítnum uppákomum. Leikritið inniheldur lög frá hljómsveitinni Í svörtum fötum.

Leikritið er eftir Kolfinnu Sjöfn Ómarsdóttur og Þórkötlu Loftsdóttur.

Sýningarnar verða samtals fjórar og eru þær haldnar í Félagsheimilinu Aratungu í Reykholti, Bláskógabyggð.

Miðaverð er 3.000 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Miðasala fer fram í gegnum netföngin:
tinnali.06@ml.is
kts.07@ml.is

Sýningatímar:
7. mars – frumsýning kl. 20:00
8. mars – sýning kl. 20:00
9. mars – sýning kl. 14:00
9. mars – sýning kl. 17:00