Í tilefni Beactive vikunnar í ár fengum við gestakennara til okkar. Róberta Michelle Hall er skemmtikraftur og dansari og hún kom til okkar í Hreyfingu og heilsu bauð upp á húlladans fyrir alla bekki skólans og einnig var starfsfólki boðið að koma í tímana og taka þátt.

Róberta er fyrst og fremst húlladansari en plasthringurinn er það besta sem hún veit. Róberta hefur dansað með hann í rúm sex ár og var í þessari viku að koma heim úr HÚLLA námferð frá regnskóginum á Costa Rica. Að húlla er ekki bara frábær skemmtun heldur mikil hugleiðsla og núvitund. Húlladans er s.s. margt í senn, líkamsrækt og tenging huga og líkama. Leikur sem léttir sál og hleypir innra barni út. Alls konar fínvinna sem ögrar og skemmtir. Við lærðum alls konar trikk, lærðum að húlla “á líkama” og “af líkama”. Möguleikarnir húlladans eru bókstaflega óendanlegir.

Hér má sjá margar skemmtilegar húllamyndir

María Carmen kennari Heilsu og hreyfingar