Miðvikudaginn 9. apríl fengu nemendur Menntaskólans að Laugarvatni smá dagamun í skólanum þar sem það var forvarnardagurinn Ábyrg í umferðinni. Íþróttakennarinn og forvarnarfulltrúi skólans, slökkviliðsmaðurinn og ökukennarinn María Carmen Magnúsdóttir hafði skipulagt fróðlega og skemmtilega dagskrá fyrir daginn og fékk úrvalslið sem samanstóð af Samgöngustofu, Lögreglu, Neyðarlínunni 112, Brunavörnum Árnessýslu og Sjúkraflutningum. Fyrst á dagskrá voru fyrirlestrar. Fyrst kom Bjarklind Björk Gunnarsdóttir frá Samgöngustofu ogi ræddi um mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni. Þar á eftir kom Hilmar Sigurjónsson ásamt Kolbrún Evu Haraldsdóttir Gränz frá Lögreglunni á Suðurlandi og var þriðji og seinasti fyrirlesturinn frá Sigríði Helgu Ástþórsdóttir sem kom frá Neyðarlínunni 112.
Eftir fyrirlestrana var sýnt leikið neyðarsímtal og fóru svo allir út á skólaplanið þar sem var sviðsett bílslys. Þar fengu nemendur að fylgjast með þegar viðbragðsaðilar koma að slysstað. Arndís Soffía Sigurðardóttir frá samfélagslögreglunni lýsti atburðarásinni fyrir nemendum. Fyrst mættu Hilmar og Kolbrún frá lögreglunni til að kanna stöðuna, þar á eftir fylgdu Bjarni Dan, Eyjólfur Jónsson, Jón Snæbjörnsson og María Carmen Magnúsdóttir frá Brunavörnum Árnessýslu og hófust handa við að klippa út farþega sem fastur var inn í bílnum. Næst komu sjúkraflutningamenn frá HSU, þeir Arnar Högni og Sævar Kristjánsson og hlúðu að slösuðum. Nemendur sáu um leik og smink fórnarlamba í slysinu með glæsibrag og að loknum björgunaraðgerðum fóru allir aftur inn í skólann og opnað var fyrir spurningar til viðbragðsaðila.
Sem hluti af umferðarfræðslu fyrir framhaldsskólanemendur var þessi dagskrá haldin í annað sinn og er stefnt að því að hún verði að minnsta kosti á þriggja ára fresti með það markmið að nemendur sýni ábyrgð í umferðinni og þannig fækka umferðaróhöppum og slysum þar sem það er mikil ábyrgð fólgin í því að aka og vera hluti af umferðinni.
Elena R. Marquez Gunnlaugsdóttir, ritnefndarformaður nemendafélagsins Mímis.
