Jólatónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni verða haldnir í Skálholtskirkju 21. og 22. nóvember næstkomandi. Uppselt er á laugardagstónleikana, enn er hægt að kaupa miða á föstudagstónleikana sem eru kl. 20:00.

Miðaverð á tónleika er 4000 kr., frítt fyrir 12 ára og yngri. Pantið miða í tölvupósti hjá Emil Rafn erk.07@ml.is eða Þórey Kristínu tkr.07@ml.is

Í kór Menntaskólans að Laugarvatni eru samtals 117 meðlimir, tónleikarnir eru hluti af fjáröflun fyrir ferð hópsins til Stokkhólms í apríl 2026. Í ferðinni verður sungið með öðrum kórum og Stokkhólmsbúa kynntir fyrir Suðurlandi með lagahöfundum af svæðinu. Stefnt verður á að halda brottfarartónleika fyrir páska svo endilega fylgist með því þegar þar að kemur.

Lögin sem kórinn ætlar að syngja verða bæði hátíðleg, fjölbreytt, og skemmtileg! Nýr kórstjóri, Stefán Þorleifsson, stýrir kórnum á sínum fyrstu tónleikum.

Hlekkur á viðburð: https://fb.me/e/1PRZ7APt2r

Ný Facebook-síða kórsins: https://www.facebook.com/share/17WYbb5PHK/?mibextid=wwXIfr 

Veitingastaðurinn Hvönn í Skálholti mun bjóða tónleikagestum upp á sérstakt tilboð á hamborgara og gosi/bjór fyrir þau sem hafa aldur til.
Tilboð á hamborgara og gosi kostar 4.290 kr. 

Við vonumst til að sjá ykkur öll í Skálholtskirkju!