Síðustu kennsluvikur 2025 og þær fyrstu 2026 vorum við svo lánsöm að Laugarvatn var frosið.

Nemendur í útivistarvali voru ekki lengi að nýta tækifærið og skelltu sér á skauta. Sumir boruðu líka gat í ísinn til að kanna þykktina.

Dagarnir verða ekki mikið betri en þetta.

Hallbera útivistarkennari