Þann 1. nóvember var farið í námsferð með nemendur í Umhverfisfræðinni, ásamt nokkrum nemendum úr Umhverfisnefnd skólans. Markmiðið með ferðinni var að sýna nemendum hvað sé gert hér á landi til að koma í veg fyrir mengun og hvernig sorp landsins er meðhöndlað. 

Fyrsta stopp var í höfuðstöðvum Sorpu í Gufunesi þar sem okkur var sýnt hvernig flokkunin fer fram. Þar sáum við vélar sem flokka plast, pappír og pappa. Við fenguðum að skoða hvernig vélarnar (Mynd 1) og mennirnir sem vinna þar, taka ruslið og flokka það í þessa þrjá flokka. Eftir að sorp hefur verið flokkað er það bundið saman og send á mismunandi staði til frekari vinnslu. Sem dæmi þá lærðum við að plast er sent til Svíþjóðar og pappír og pappi til Hollands.

Mynd 1: Sýnir móttökustöð Sorpu í Gufunesi þar sem pappír, pappi og plast er flokkað og pakkað.

Á þessum stöðum er líka unnið með timbur sem er hakkað og verður að timburkurli sem er síðan notað í moltugerð í GAJA og einnig grafið með á urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Þar var einmitt okkar næsta stopp. Þannig að eftir að við keyrðum í gegnum flokkunarstöðina, var förinni heitið út á Álfsnes þar sem við skoðuðum urðunaraðstöðu Sorpu og svo hina nýju GAJA stöð (Gas og Jarðgerðarstöð).

Urðunarsvæðið á Álfsnesi tekur á móti öllu rusli höfuðborgarsvæðisins og þar endar meirihluti af rusli heimilanna og er grafið í jörðina (Mynd 2). Þessi urðunaraðferð kemur af stað efnaferli þegar niðurbrot efnanna byrjar og býr til metanlosun sem er svo safnað saman. Hjá GAJA er einnig gerð molta, sem einnig losar metan. Þessu metani er svo safnað saman í tank og hreinsað og selt til mismunandi aðila til nota sem eldsneyti.

Mynd 2: Urðunarstaður í Álfsnesi. Rusl höfuðborgarsvæðisins er grafið hér. Í því ferli verður til metangas sem er svo notað sem eldsneyti, m.a. á bíla.

Eftir heimsóknina á Álfsnes fórum við í Egilshöllina þar sem við fengum góða pizzu í hádegismat hjá Shake & Pizza (Mynd 3). Allir fengu meira en nóg að borða og fullt af orku til að halda áfram að læra um hvernig að bæta mætti heiminn.

Mynd 3: Nemendur í Umhverfisfræði að njóta pizzunar í ferðinni.

Eftir góða pizzustund héldum við áfram inn í Hafnafjörð á okkar síðustu stoppistöð. Síðasta stoppið var hjá fyrirtæki sem heitir Fura. Þau sjá um niðurbrot á málmum og timbri. Hjá Furu sáum við hvernig timbri var breytt í spæni og sag sem er notað sem undirlag undir húsdýr, mest hesta. Sagrykinu er breytt í smá köggla til þess að dreifist ekki um allt loft verksmiðjunnar (Mynd 4). Í Furu er einnig málmgreinivél sem sorterar stál frá áli og brýtur það niður í smærri einingar sem eru svo sendar til útlanda í endurbræðslu. Þarna sáum við hversu mikið af verðmætum hlutum eru oft hent sem geta nýst aftur og aftur ef þeir eru bara endurunnir.

Mynd 4: Sýnir vinnslu á timbri hjá Furu í Hafnafirði.

Eftir áhugaverða heimsókn í Furu var förinni haldið heim á leið, beint á Laugarvatn. Krakkarnir komu á réttum tíma í kaffi og voru allir kátir eftir fróðlegan og skemmtilegan dag.

Jorge, Kamil og Leó