Þegar nemendur ljúka þremur áföngum í þýsku stendur þeim til boða að velja Berlínaráfanga. Það verða 13 þýskunemar sem heimsækja Berlín frá 14. – 18. október næstkomandi. Á dagskrá er skólaheimsókn, ferðir með leiðsögn og margt fleira. Skipulag ferðar er langt komið og magnast spennan með hverjum deginum.
Það kostar heilmikið að fara með stóran hóp erlendis og því ákváðu nemendur að bjóða starfsfólki og nemendum skólans upp á bílaþrif til að safna aðeins upp í ferðina. Fjáröflunin sló heldur betur í gegn og voru handleggir orðnir ansi þreyttir eftir öll þrifin. Fyrir hönd hópsins þakka ég fyrir veittan stuðning.
Margrét Elín Ólafsdóttir þýskukennari