Skilaboð frá umsjónarmanni bridge mótstins!

Um 10 ára skeið hafa nokkrir nemendur ML sem útskrifuðust á sjöunda áratug síðustu aldar haldið út bridgesveit, kenndri við skólann sinn, ML-sveitinni. Bridge hefur ætíð verið afar vinsæl íþrótt í ML og úr skólanum hafa komið fjöldi Íslandsmeistara og landsliðsfólks. Því þótti okkur ML-sveitar fólki við hæfi að efna til 70 ára afmælismóts ML-inga á Laugarvatni.

Heimafólk hefur tekið þessari hugmynd afar vel og því er boðað til tvímenningsmóts í ML á Laugarvatni  kl. 13 þann 29 apríl 2023. Þátttaka miðast við þá sem stundað hafa nám í ML um lengri eða skemmri tíma. Spiluð verða 28 spil og með kaffihléi ætti mótið að standa í ca 4 klst. Þátttökugjald er 2000 kr. ( greitt í seðlum, enginn posi til!).

Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að skrá sig á vefsíðunni bridge.is. Ef einhverjir hafa áhuga á að gista á Laugarvatni og taka slag eða tvo í rúbertubridge um kvöldið þá eru gistimöguleikar bæði í Héraðsskólanum og á Hótel Laugarvatni. Og gamla gufan er enn til staðar í Fontana Laugarvatni. 

Bestu kveðjur, f.h. ML-sveitarinnar  Birkir Þorkelsson