Á föstudaginn í síðustu viku var mikil gleðihátíð hér í ML þegar á fimmta tug blárra stitcha stormuðu um skólahúsnæðið, kvöddu samnemendur sína og skólann. Gengu síðan um allt þorp, heimsóttu starfsmenn og kennara, fóru í sund á Stöng og enduðu kvöldið í sameiginlegum kvöldverði brottfarenda og starfsfólks.

Hefðirnar í ML eru margar gamalgrónar, og dagskrá þessa dags orðin ein af þeim.

Kristinn Kristmundsson fyrrverandi skólameistari ML setti á sínum tíma saman stutta grein: Hvað þýðir dimissio og hvaðan er það komið? Hér er greinin – og hér eru myndir af stubbunum okkar.