Mannréttindi eru oft á dagskrá á námsferli nemenda í ML, í mörgum áföngum.  Í vetur höfum við líka fengið til okkar gesti til að fjalla um þessa grunnstoð lýðræðisins.  

Í haust var hádegisfyrirlestur á vegum Amnesty international. Árni Kristjánsson fjallaði um átakið Þitt nafn bjargar lífi. Stjórn Mímis tók þátt í að vekja athygli á því og hvetja nemendur til að skrifa undir.  

Í janúar komu svo laganemarnir Arndís Ósk Magnúsdóttir og Kjartan Sveinn Guðmundsson í heimsókn í stjórnmálafræðitíma hjá 2F. Þau komu sem sjálfboðaliðar á vegum ELSA sem eru samtök evrópskra laganema og lögfræðinga. Nemendur voru kynntir fyrir stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu og leiddir í gegnum umræður um mannréttindavernd. Virkilega góð fræðsla – líflegt, mikilvægt, fróðlegt og umhugsunarvert. Nemendur ML voru að vanda góðir gestgjafar, áhugasöm og virk.  

Freyja Rós  

Stjórnmálafræðikennari