Mánudaginn 3. mars hélt 2. bekkur af stað í bæjarferð með stjórnmála- og lífsleikniáföngum. Dagurinn fór í heimsóknir til háskóla og stofnana og var byrjað í Háskóla Reykjavíkur. Þar fengu báðir bekkir greinargóð skil á námsframboði og gengu um skólann.
Nemendur í stjórnmálafræði heimsóttu næst Alþingi. Eftir skoðunarferð um þinghúsið og fræðslu um störf þingsins hittu nemendur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir. Hún deildi sýn sinni m.a. varðandi þátttöku, lýðræðisleg gildi, mannréttindi og öryggismál. Sérstaklega merkilegt í ljósi þeirra atburða sem nemendur fylgjast nú með í alþjóðastjórnmálum.
Á meðan fór lífsleikniáfanginn í Flugumferðarmiðstöðina við Reykjavíkurflugvöll. Þar var nám flugumferðarstjóra og starfsemi hennar kynnt.
Við hittumst síðan aftur á Stúdentakjallaranum þar sem snæddir voru hamborgarar sem runnu ljúflega niður. Hóparnir fengu eftir matinn kynningu á Háskóla Íslands og gengu um ranghala skólans.
Síðasta stopp hópanna var á sitt hvorum staðnum. Lífsleiknin hélt til Stoðtækjafyrirtækisins Össurar og fræddist um starfsemi fyrirtækisins og endaði á leiðsögn um bygginguna. Á meðan héldu stjórnmálafræðinemar til Bessastaða og fengu eftirminnilegar móttökur frá Höllu Tómasdóttur. Þau gerðust öll riddarar kærleikans og tóku hópknús með Höllu.
Við fengum frábærar móttökur alls staðar og vonandi eru nemendur okkar einhverju nær varðandi framhaldið eftir útskrift. Því svo sannarlega eru þeim allar dyr opnar og möguleikarnir endalausir.
Hér eru myndir úr ferðinni.
Kveðja, Freyja Rós Haraldsdóttir stjórnmálafræðikennari og Margrét Elín Ólafsdóttir lífsleiknikennari