Námsmati haustannar er nú lokið og nemendur farnir heim í jólaleyfi. Skrifstofa Menntaskólans opnar að nýju eftir jólaleyfi þann 3. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundatöflu vorannar þann sama dag.

Menntaskólinn að Laugarvatni sendir nemendum, starfsfólki og velunnurum skólans kærar jóla- og nýárskveðjur.

Nemendum nær og fjær, núverandi sem útskrifuðum, sendir skólinn ósk um að nýtt ár færi þeim gleði og frið á nýju ári.

Skólameistari

Mynd Gríma Guðmundsdóttir