Nú þegar vor er í lofti, ilmur streymir úr jörðu og himbriminn kallar við vatnið er freistandi að fara í göngufrí. Löng hefð er fyrir göngufríi í ML og það vita þessir nemendur sem knúðu fram hressandi göngutúr með íslenskukennaranum. Að sjálfsögðu var endað á ís!
Á myndinni eru María Sif, Svandís, Sesselja og Helga Mjöll.
Elín Una