Síðastliðinn föstudag fengu nemendur úr umhverfisnefnd ML sinn sjötta grænfána í sögu Menntaskólans að Laugarvatni hjá Landvernd. Þessi verðlaun eru afrakstur vinnu umhverfisverndarnefndar ML fyrir árin 2021-2023. Nemendur unnu verkefni út frá skóla á grænni grein hjá Landvernd.

Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á Íslandi eru um 200 skólar á öllum skólastigum í grænfánaverkefninu.

https://menntuntilsjalfbaerni.is/graenfaninn/skolar/framhaldsskolar/

Sem formaður umhverfisverndarnefndar ML vil ég þakka öllum nemendum fyrir störf á síðustu tveimur skólaárum að umhverfisvernd, fyrir áhuga, virkni og framkvæmd margra gagnlegra verkefna.

Til hamingju með að hafa fengið  grænfánann fyrir ML.

Óska ykkur gleðilegs sumarfrís og sjáumst á nýju skólaári í umhverfisnefnd ML.

                                                                               formaður umhverfisverndarnefndar ML

                                                                               Kamil Jan Lewandowski