Hinseginfélagið Yggdrasill hélt hinseginviku 31. október – 4. nóvember 2022. Dagskrá vikunnar hófst með vel heppnuðu föndurkvöldi þar sem nemendur föndruðu skreytingar fyrir hinseginvikuna sem voru síðan hengdar upp í skólanum. Svo var efnt til regnbogadags þar sem nemendur mættu í litríkum fötum og þeir skoruðu á kennara sína að stíga út fyrir þægindarammann og mæta í DRAGi. Einnig var haldið bíókvöld í N-stofu og sýnd var myndin The Rocky Horror Picture Show. Hinseginvikunni lauk svo með fyrirlestri frá kynjafræðingnum Rannveigu Ágústu Guðjónsdóttur og svokölluðu „forréttindabingó“ sem fjallaði um það hvernig sískynja og gagnkynhneigt fólk getur stutt við bakið á hinsegin fólki.
Á Instagram-síðu Yggdrasils má sjá myndir frá vikunni (í „higlights“) kennurum í DRAGi brá fyrir á Facebook-síðu ML.
Ný stjórn hinseginfélagsins tekur nú við:
Oddviti: Ásdís Helga
Hálfviti: Rannveig Arna
Ritviti: Sjöfn Lovísa
Netviti: Hrafntinna
Fráfarandi stjórn eru þökkuð vel unnin störf: Sólveig Lilja (oddviti), Helga Mjöll (hálfviti), Jade Jóhanna (netviti) og Sóley (ritviti).
Freyja Rós, jafnréttisfulltrúi ML og Sóley Alexandra Bahner Jónsdóttir fráfarandi ritviti Yggdrasils