Kynjafræði er skyldufag fyrir alla nemendur á fyrsta ári í ML, bæði á náttúruvísindabraut og félags- og hugvísindabraut. Hluti af áfanganum í haust var ferð á Málþing kynjafræðinema sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Fyrirlesararnir að þessu sinni voru:
- Gyða Margrét Pétursdóttir – kynning á námsbraut í kynjafræði í HÍ
- Bjarni Snæbjörnsson – bakslag gegn hinsegin fólki
- Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta – Onlyfans og kynferðisofbeldi
- Þórdís Elva Þorvaldsdóttir – fjallar um stafrænt ofbeldi
- Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir – kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu
Nú styttist í næsta málþing, sem er hluti af dagskránni á Jafnréttisdögum Háskólanna. Því verður streymt á Facebook og við hvetjum alla til að fylgjast með:
Kynlífsmenning, rasismi og kynjafræðin: Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum | Facebook
Enn fremur vekjum við athygli á þessum viðburði í dag, sem einnig verður í streymi: Ungmenni og kynferðislegt ofbeldi: Forvarnir og viðbrögð | Facebook.
Freyja
jafnréttisfulltrúi ML


