Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða á jólatónleika ML kórsins með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands og einsöngvurunum Eyjólfi og Dísellu.
Mikil æfingatörn fer senn að ljúka og er einbeiting í hámarki.
Fyrstu tónleikar verða haldnir föstudaginn 29. nóvember kl. 20.
Tvennir tónleikar eru laugardaginn 30. nóvember kl. 16 og 20.
Uppselt er á laugardaginn kl. 16. Enn er hægt að kaupa miða á Tix.is – Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands – Velja miða
Tix.is – Miðasala á netinu Tix.is er nýr miðasöluvefur sem selur miða á lifandi viðburði tix.is |
Magnús Hlynur mætti á æfingu síðastliðinn sunnudag og sjá má frétt hér: Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni – Vísir
Sjáumst vonandi á jólatónleikum!
Margrét Elín verkefnastjóri kórs ML