Um miðjan febrúar voru haldnar kosningar til nýrrar stjórnar nemendafélagsins Mímis. Undanfari kosninga er nokkuð hefðbundinn hér í ML og hefst með því að þeir sem gefa kost á sér í embætti innan stjórnar hafa u.þ.b. viku til að vekja athygli samnemenda á sér og sínu framboði.
Í ár hófst kynning frambjóðenda þann 7. febrúar og stóð til þess 14.
Þann 8.febrúar settu frambjóðendur upp sk. áróðursbása í holi skólans þar sem þeir nýttu ýmis ráð til að kynna sig og sín áherslumál, þar gátu nemendur líka spurt spurninga sem á þeim hvíldu varðandi framboðið. Að kvöldi 12. febrúar voru framboðsræður og loks þann 15. febrúar fóru kosningar fram. Niðurstöður þeirra voru síðan kynntar á aðalfundi Mímis þá um kvöldið.
Niðurstöður kosninga urðu þessar:
Stallari: Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir
Varastallari: Eydís Lilja Einarsdóttir
Gjaldkeri: Emma Ýr Friðriksdóttir
Jafnréttis- og skólaráðsfulltúar: Ingunn Lilja Arnórsdóttir og Rakel Día Arnarsdóttir
Íþróttaformenn: Ásdís Helga Magnúsdóttir og Tómas Már Rossel Indriðason
Skemmtinefndarformenn: Guðjón Árnason og Jakob Máni Ásgeirsson
Árshátíðarformenn: Diana Dan Jónsdóttir og Stefanía Maren Jóhannsdóttir
Tómstundaformaður: Kjartan Brynjólfsson
Ritnefndarformaður: Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir
Vef- og markaðsformaður: Iris Dröfn Rafnsdóttir
Nýkjörinni stjórn óskum við allra heilla í störfum sínum.