Myndlist

Eftir hádegismat 9.maí var opnuð listasýning í matsal menntaskólans. Þar höfðu nemendur í myndlistaráfanga komið upp verkum eftir sig á þartilgerðum sýningarveggjum. Einnig voru þrjár stórar samstarfsmyndir þar sem nokkrir nemendur tóku sig saman og máluðu saman mynd. Voru þetta myndir með þemum sem snérust um skólalífið.

Heiða byrjaði að kynna myndirnar og segja frá því sem hægt var að sjá. Eftir góða kynningu hjá henni kynnti Leó upptökuáfanga og fékk nemendur eitt í einu til að kynna sín lokaverkefni og voru síðan verk þeirra spiluð eitt af öðru við góðar undirtektir. Eftir það gekk fólk um og skoðaði á sínum hraða myndir og hlustaði á lögin.

Heiða og Leó voru mjög stolt af nemendum sínum og verkum þeirra. Þetta eru algjörir snillingar! Og rætt var að fá að hafa þessar myndir lengur til að lífga upp á matsalinn.

Hér má sjá fleiri myndir.