Mánudaginn 22. ágúst verður tekið á móti nýnemum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. 

Dagskráin verður sem hér segir: 

11:00 – nemendur mæti ásamt forráðamönnum til að sækja herbergislykla í anddyri skólans og komi sér fyrir á herbergjum 

12-13 – léttur hádegisverður fyrir nemendur og foreldra/forráðamenn í matsal ML 

13:30 – fundur með nýnemum og foreldrum/forráðamönnum þeirra með skólameistara, áfangastjóra, námsráðgjafa, heimavistarfólki og umsjónarkennurum