Föstudaginn 3. nóv fóru nemendur í 2F saman í Háskóla Íslands á Þjóðarspegilinn sem er opin ráðstefna í félagsvísindum. Nemendur fengu að velja sér tvær málstofur og hlusta þar á fjölbreytta fyrirlestra um hin ýmsu mál eins og fötlunarfræði, ferðaþjónustu, þjóðtrú, afbrotafræði og farsæld barna. Vinsælast var að hlusta á afbrotafræði fyrirlesturinn og brot úr honum kom svo einmitt í kvöldfréttum.
Eftir málstofurnar var farið og borðað saman hamborgara á Stúdentakjallaranum þar sem sérstaklega var haft orð á því hversu kurteis og snyrtileg þau voru!
Það er alltaf gaman að brjóta upp kennsluna með slíkum hætti og lærdómsríkt að fá að upplifa Háskólasamfélagið. Við látum myndir fylgja af deginum.
Karen Dögg, félagsvísindakennari.