Að venju var vel haldið upp á dagana fyrir lönguföstu hér í ML og mikill atgangur í eldhúsinu hjá Svenna okkar kokki og hans fólki. Á bolludag voru auðvitað fiskibollur í hádegismat og ljúffengar rjómabollur í kaffinu og úðaði fólk í sig gómsætinu. Sprengidagur mætti með saltkjöt og baunir, því góðmeti var að sjálfsögðu gerð góð skil. Annað væri ekki við hæfi á þessum mikla matardegi.

Í gær, öskudag mættu svo ýmsar persónur í skólann, sem þegar betur var að gáð voru nemendur og starfsfólk í gervi ýmissa persóna. Á meðfylgjandi myndum eru fyrsta árs nemendur, sem ,,Men in Black“ persónur úr samnefndri kvikmynd.