Í ML er unnið eftir áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Liður í forvörnum skólans í þessum málaflokki er nemendur og starfsfólk tileinki sér samskiptasáttmála ML. Það er eðlilegt að ágreiningur komi upp og fólk gerir mistök í samskiptum. En með skýrum, skilvirkum, hlýjum og jákvæðum samskiptum getum við fækkað árekstrum og tekist á við þá með uppbyggilegum hætti.
„Í ML eru allir mikilvægir og fjölmörg tækifæri skapast til að þroska sjálfstraust og félagslega hæfni”, segir í stefnu skólans. Öll þurfa að standa saman til raungera þessa sýn. Manngildi, þekking, atorka!