Nemendur úr grunnskólanum á Laugarvatni og nemendur úr 1. bekk Menntaskólans að Laugarvatni gerðu sér glaðan dag og gengur og hjóluðu frá skólum sínum upp á Langamel 11. maí.
Það mætti okkur smá vorhret á leiðinni upp á melinn eftir tuttugu mínútna göngu. Það lét það engin á sig fá og var haldið áfram og þegar komið var upp á langamel skipti fólk með sér hlutverkum og var stuttlega farið yfir hvernig best væri að planta og bera á.
Langimelur er tæpa 2 km frá ML í átt að Þingvöllum. Þar hefur skólin verið að fara síðustu ár til að planta og bera áburð á svæðið. Í ár var það sama upp á teningnum, nemendur tóku plöntur í sérstakt útplöntunarbelti og bættu við sig áburð sem þau dreifðu einnig í kringum plönturnar sem þau plöntuðu. Þá var bætt við grasfræðjum í þessari ferð og voru margar fötur fylltar af áburði og fræjum og borið á melinn.
Myndir má sjá hér.