Í september fór útivistarval 1. árs nema í skálaferð í Bláfjöll. Við fórum í göngu um Bláfjallasvæðið þar sem við lentum í ekta íslenskri veðráttu: sól, logni, vindi, rigningu og þoku. Nemendur fóru létt með gönguna en voru engu að síður glöð þegar við komum aftur í skálann og pulsupartýið var byrjað.  

Nemendur stóðu fyrir kvöldvöku þar sem var farið í ýmsa leiki ásamt karaókí. Að lokum tók einn nemandi upp gítarinn og spilaði undir fjöldasöng fram á kvöld. Það var dásamlegt að sjá hvað þau tóku vel undir og allir virtust glaðir. 

Þegar við vöknuðum daginn eftir gerðum við okkur klár og fórum í stutta hraungöngu að gíg sem var nálægt skálanum.   

Rútan keyrði okkur svo heim um hádegi og þá var komin sól og helgarfrí 😊 

Takk fyrir skemmtilega ferð! 

Hallbera og Smári útivistarkennarar