Útivistarval 1. árs nema fór í skíðaferð í Tindastól í Skagafirði á dögunum. 

Ferðin stóð yfir frá sunnudegi fram á þriðjudag. Nemendur gátu skíðað alla dagana og var það afar ánægjulegt þar sem snjórinn hefur verið með minna móti í allan vetur.

Ferðin gekk með eindæmum vel og voru nemendur sjálfum sér og skólanum til sóma í alla staði.

Hallbera