Nemendur og starfsmenn skólans komu saman í matsal þriðjudaginn 7. nóvember í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Tilgangur málstofunnar var að styðja við að hér ríki góður skólaandi sem byggist á trausti og góðum samskiptum. Sleppum baktali og slúðri sem getur verið særandi og haft slæm áhrif á allt og alla.  

Freyja Rós Haraldsdóttir jafnréttisfulltrúi ML hélt erindi þar sem hún kom inn á áhorfendanálgun sem verkfæri til að breyta menningu og leiðirnar þrjár; trufla, deila ábyrgðinni og  grípa inn í. Þá benti hún á úrræði og hvert er gott að leita, svo sem til náms- og starfsráðgjafa eða umsjónarkennara.  

Nemendur í 1. bekk í lífsleikni lögðu hönd á plóg með því að gera veggspjöld, flytja ræður og sýna myndband. Virkilega vel gert og vonum við sem stöndum að þessu að þetta hafi góð áhrif á skólabraginn í ML. 

Myndir eru hér

Margrét Elín, lífsleiknikennari 

Freyja Rós, jafnréttisfulltrúi