Nemendur í Félagsfræði 2: Kenningar og rannsóknir, fóru í ferð upp í Háskóla Íslands á Þjóðarspegilinn síðasta föstudag. Ráðstefnan er opin öllum og meginmarkmið hennar er að kynna rannsóknastarf sem unnið er í félagsvísindum á Íslandi og auka aðgengi almennings að þeim. Öll völdum við málstofur til að fylgjast með áhugaverðum fyrirlestrum en það var úr miklu að velja, margir fóru á fyrirlestra tengda afbrotafræði og uppeldisfræði til að mynda.
Við enduðum svo ferðina á að borða saman á stúdentakjallaranum og þau voru öll ML til sóma.
Við látum nokkrar myndir fylgja með.
Karen Dögg kennari í félagsvísindum




