Á dögunum fékk 2. bekkur í þýsku heimsókn nemenda frá Berlín sem eru þar í félags- og skólaliðanámi. Áslaug Harðardóttir tók fyrst á móti hópnum og kynnti fyrir þeim skólann og starfsemi hans. Nemendur fengu síðan að spreyta sig í þýsku með því að vera með undirbúnar spurningar sem og að stjórna bingói. Einnig var sungið og farið í aðra leiki sem gestirnir voru með. Þetta var virkilega skemmtilegur tími og gaman að fá loksins gesti í hús.
Margrét Elín Ólafsdóttir,
Myndir má sjá hér.