Það var viðburðarrík vika í Menntaskólanum að Laugarvatni þann 10. til 16. nóvember. Hinsegin vika er haldin hátíðleg þessa vikuna og dagskrá í tengslum við hana alla þessa viku í boði Yggdrasils, hinseginfélags ML. Nemendur stóðu fyrir kvikmyndasýningu, aðalfundi og fleiri viðburðum auk þess að skreyta skólann sinn fallega með litrófi fjölbreytileikans. Sérstaka athygli vakti fallegt listaverk sem prýdd hringstigann og sem nýtur sín vel í fjölbreyttum litum.
Mánudaginn 10. nóvember kl. 10 var haldin hátíðardagskrá í N-stofu þegar samtök Heimilis og skóla afhentu Gunnlaugi Viðari viðurkenningu fyrir baráttuna gegn einelti en hann hefur unnið ötult starf í Gleðibankanum, frístundamiðstöð Hlíðaskóla í Reykjavík. Júróvísíón vísunum var ekki lokið þar því Páll Óskar Hjálmtýsson afhenti viðurkenninguna í stað forseta Íslands og fórst það vel úr hendi. Hann bætti svo við athöfnina flutningi á fallegu lagi sem ber heitið Eitt af blómunum og átti svo vel við þennan dag gegn einelti. Benni Hemm Hemm var Páli til stuðnings með undirleik við flutning lagsins.
Skólameistari stýrði athöfninni og fyrir hönd Miðstöðvar skólaþjónustu ávarpaði Þórdís Jóna Sigurðardóttir samkomuna og Sigurður Sigurðsson fyrir hönd Heimilis og skóla. Fulltrúar Menntaskólans að Laugarvatni á athöfninni voru annars vegar kór ML sem söng þrjú lög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar sem tók við stjórn kórsins nú á haustdögum. Kórinn kom opinberlega fram undir stjórn nýs kórstjóra á þessari góðu samkomu. Arnaldur Ármann, nemandi í öðrum bekk og hálfviti (embættisheiti innan félagsins) Yggdrasils, flutti ávarp og lýsti þar mikilvægi þess að hinseginfélag sé sýnilegt innan skólanna. Athöfnin tókst vel og var í alla staði hin glæsilegasta.
Bestu kveðjur/Kind regards,
Jóna Katrín Onnoy
Skólameistari/Headmaster





