Þriðjudaginn 28. mars voru haldnir æfingatónleikar kórs Menntaskólans í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Þetta er liður í undirbúningi og fjáröflun Ítalíuferðar sem verður farin 19. apríl næstkomandi. Tekin voru lög sem verða flutt á tvennum tónleikum á Ítalíu, nánar tiltekið í Bolzano og Bressanone.  Mæting var góð á tónleikana og þökkum við þeim fyrir sem sáu sér fært að mæta á þriðjudagskvöldi á tónleika.

Margrét Elín Ólafsdóttir

verkefnastjóri ML kórsins