Mikið líf og fjör var í Menntaskólanum að Laugarvatni dagana 13.,14. og 15. mars. Þá héldu menntskælingar uppá Dagamun og Dolla en á Dagamun er hefðbundin kennsla felld niður og ýmsar smiðjur haldnar. Dollinn er liðakeppni þar sem nemendur keppa í fjölbreyttum þrautum í skólanum áður en haldið er niður í íþróttahús þar sem keppt er í íþróttabraut. Meðal þess sem í boði var á Dagamun voru hrútaþukl, lagasmíði, Zumba, klifur og fyrirlestrar. Skipað var í Dagamunanefnd þar sem nemendur sáu um að skipuleggja dagskrána undir leiðsögn kennara. Sigurvegarar Dollans þetta árið var AC/DC en þemað í ár voru frægar hljómsveitir. Dagamunur var einstaklega vel heppnaður í ár og gætum við í nefndinni ekki verið ánægðari með útkomuna. 

Fyrir hönd Dagamunanefndar,  Ástrós Eva og Hekla Dís