Það tíðkaðist um árabil í Menntaskólanum að Laugarvatni að fara í fjallgöngu að haust, allur skólinn saman.

Með breyttum tímum hefur þessi siður lagst af, líklega í ljósi styttingar náms til stúdentsprófs þó að eflaust komi fleira til.

Í Covid-19-leysingunum sem fóru af stað síðasta vor og skólinn vaknaði úr dvalanum þá upphófust raddir meðal nemenda

skólans um mikilvægi þess að halda í og rækta hefðir. Í framhaldinu var ákveðið að farið skyldi í átak til að hlúa að

góðum hefðum og endurvekja þær sem þess þurfa með.

Fjallgangan var ein þeirra hefða og í tilraunaskyni var ákveðið að gengið skyldi á fjall með allan skólann. 

Í rúmlega 20 stiga hita gengu því allir nemendur Menntaskólans á Laugarvatnsfjall

mánudaginn 5. september. Gangan var yndisleg, góð samvera og útsýnið stórkostlegt.

Fjallgangan vakti almenna lukku og því meira en líklegt að framhald verði á á næstu árum.

Hér má sjá fjölda mynda af glaðbeittu göngufólki.

Jóna Katrín