Síðastliðinn föstudag kynntu útskriftanemar lokaverkefnin sín á opnu húsi hér í ML. 

Það var gaman að sjá hvað margir sáu sér fært um að koma og sýndu verkefnunum áhuga. 

Enda eru þetta afar fjölbreytt og flott verkefni hjá þeim sem þau hafa unnið í alla önnina. 

Við erum  auðvitað öll afar stolt af þeim og vonum að þau séu það líka. 

Þau geta svo sannarlega allt sem þau ætla sér! Framtíðin er björt 🙂 

Hér eru myndir af stoltum útskiftanemum að kynna verkefnin sín.

Karen Dögg, Stephanie og Jón, leiðbeinendur lokaverkefnis.