Nú eru nemendur skólans farnir að huga að stjórnarskiptum í nemendafélaginu Mími og áreiðanlega margir nemendur að huga að framboði.
Áhugasamir hafa tíma til 29. janúar til að skila inn framboði, eftir það verður listi frambjóðenda ljós og þá má búast við öflugri og fjörugri kosningaviku, sem stendur yfir síðustu dagana í mánuðinum og fyrstu vikuna í febrúar.
Að kvöldi 2. febrúar verður félagsfundur í Mími, þar sem frambjóðendur fá tækifæri til að kynna sig og sín áhersluefni fyrir öðrum nemendum. Þá hafa nemendur nokkra daga, eða fram til 5. febrúar til að kynna sér frambjóðendur og þeir að koma sér og sínum áherslum á framfæri við aðra nemendur skólans.
Þann 6. febrúar rennur svo kosningadagur upp. Um kvöldið verður aðalfundur nemendafélagsins Mímis haldinn og þá er talið upp úr kjörkössum og úrslit kosninga kunngerð.
Þann 10. febrúar er fyrri stjórn svo formlega laus frá störfum og mun fagna lokum embættistímans með einhverjum hætti og þá um kvöldið verður hefðbundið stjórnarskiptaball.
Hér er krækja á heimasíðu Mímis, en þar má finna ýmsar upplýsingar um nemendafélagið Mími.
Og hér er krækja á fb-síðu nemendafélagsins.
Það er alltaf líflegt í ML – í kringum kosningar verður enn meira fjör í skólanum og við búumst við skemmtilegri og drengilegri kosningabaráttu.