Í ML er mikið lagt upp úr því að fagna regnboganum með sýnileika og fræðslu. Hinseginfánanum er flaggað fyrir utan skólann allt árið um kring og það er orðinn fastur liður að halda hinseginviku á haustönn. Nú síðast unnu nemendur í kynjafræði verkefni um hinseginfræði, stjórn hinseginfélagsins Yggdrasils skipulagði föndurkvöld og bíókvöld og einn daginn voru öll hvött til að mæta í litríkum fötum.  

Einn af hápunktum hinseginvikunnar var fyrirlestur Sveins Sampsted frá Samtökunum ‘78. Þriðjudaginn 31. október var allt starfsfólk og nemendur ML, auk nemenda og kennara á unglingastigi Bláskógaskóla á Laugarvatni, boðað í matsalinn til að hlýða á frábæran fyrirlestur hans um hinsegin og íþróttir. Nemendur höfðu sótt um #smástyrk fyrir ungt fólk 2023 og viðburðurinn var því fjármagnaður af Evrópusambandinu.  

Í nóvember var kjörin ný stjórn hinseginfélagsins Yggdrasils:  

Melkorka Álfdís Hjartardóttir, oddviti 

Kári Þór Steindórsson, hálfviti 

Hallgrímur Daðason, netviti 

Íris Dröfn Rafnsdóttir, ritviti 

Yggdrasill er á Instagram, endilega fylgist með: Hinseginfélagið Yggdrasill ML (@yggdrasillhinseginfelag) 

Freyja Rós  

Jafnréttisfulltrúi ML