Nú loksins geta hátíðahöld tekið á sig hefðbundinn blæ þegar skuggi drepsóttar númer nítján hefur loks lyft krumlu sinni af lífi ML-inga.

Annar bekkur ber venju samkvæmt ábyrgð á utanumhaldi og skipulagi Litlu jóla í ML og óhætt að segja að þessi litla jólaveisla hafi 

verið afar vel heppnuð. Boðið var upp á mandarínur, epli, smákökur, lagtertur, flatkökur með hangikjöti og heitt súkkulaði með rjóma. Undir borðhaldi

sá skólameistari um að lesa stutta jólasögu og fara með jólaljóð. Leikhópur annars bekkjar setti svo fæðingu frelsarans á svið í nútímalegum

heilgileik ásamt léttu skemmtiatriði frá fulltrúum annars bekkja sem sneri að jólahefðum. 

Jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði litu svo við og með þeim slæddist Áminningakötturinn, litli bróðir Jólakattarins. 

Gleðin hríslaðist svo um viðstadda þegar dansað var kringum jólatréð við undirleik húsbandsins. 

Jóna Katrín