Síðastliðinn föstudag buðu útskriftarnemar aðstandendum og öðrum áhugasömum að koma á opið hús hér í ML og sjá lokaverkefnin þeirra sem þau hafa unnið hörðum höndum að alla önnina.

Verkefnin þeirra voru fjölbreytt að vanda og má þar nefna tónlistargerð, ritgerðarsmíð, málverk, bókagerð, fatahönnun og lampasmíði.

Við látum myndir af nemendum með verkin sín fylgja hér í fréttinni. Við erum auðvitað afar stolt af þeim og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Karen Dögg Bryndísardóttir, Jón Snæbjörnsson og Sigríður Jónsdóttir leiðbeinendur lokaverkefnisins