Fimmtudaginn 18. janúar tóku nemendur í valáfanganum ,,Upplifðu Suðurland“ þátt í Mannamótum 2024 í Kórnum Kópavogi. Mannamót er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum. Um 1500 manns tóku þátt í sýningunni nú í ár, bæði sýnendur og gestir.
Nemendur höfðu það verkefni að kynna sér sérstaklega tvö sunnlensk ferðaþjónustufyrirtæki, sem og að bera landshlutann saman við landið allt.
Ferðakaupstefnan var skemmtilegt uppbrot og einstakt tækifæri til að kynna sér á einum stað stóran hluta þeirrar fjölbreyttu upplifunar er í boði er á Suðurlandi.
https://www.markadsstofur.is/is/frettir/metfjoldi-folks-tok-thatt-i-mannamotum-2024
Jón F Snæbjörnsson, kennari