Á dögunum fóru nemendur valáfangans Heilbrigðis- og næringarfræði, matreiðsla í áhugaverða og skemmtilega ferð á vinsæla staði í nágrenninu. Matreiðsluhættir, framleiðsla og saga staðanna voru kynnt fyrir hópnum, sem hlustaði af áhuga.
Við byrjuðum á að heimsækja Efstadal, þar sem við fengum áhugaverða kynningu á fjölskyldufyrirtækinu sem var upphaflega kúabú. Við settumst niður á veitingastaðnum sem er skemmtilega hannaður með „útsýni“ yfir fjósið. Smökkuðu nemendur ost, skyr, mysu og ís. Misjafnt var hversu ánægður hópurinn var með mysuna, en osturinn, skyrið og sérstaklega ísinn rann ljúflega niður.
Staðurinn er rekinn af systkinum og fjölskyldum þeirra sem tóku við rekstrinum af foreldrum. Nú er þar ísbúð, veitingastaður, gisting og hestaleiga. Mikil áhersla er lögð á að nýta vörur beint frá býli og nærumhverfi. Á staðnum er framleitt dýrafóður til að minnka kolefnisspor og stuðla að loftslagsvænum leiðum við matvælaframleiðslu. Í áfanganum er stuðlað að því að minnka matarsóun og nýtingu hráefni. Því er mikilvægt að fyrirtæki í nágrenni auðlinda Laugarvatns hugi að verndum þeirra.
Næst var förinni heitið á Geysi. Byrjað var á leiðsögn um glæsilega byggingu hótelsins og og skoðuðum við allar tegundir hótelherbergja, þvottahúsið og fleiri ranghala. Veitingasalurinn er glæsilegur og einnig eru rúmgóðir einkasalir. Hægt er að sega að eldhúsið sé með þeim flottari á landinu. Inn af því eru stórir kælar, geymslur og önnur rými. Hér er flest allt bakað eða eldað frá grunni og keypt matvæli úr nærumhverfi. Eftir skoðunina var komið að aðalatriðinu, við fengum dýrindis kræsingar. Sem dæmi reyktan lax, nautacarpaccio, hreindýrapate, rauðrófucarpaccio sem var síðan skolað niður með gosdrykkjum. Kokkar veitingastaðarins skýrðu vel frá öllu sem fram fer á staðnum og er metnaður mikill.
Við þökkum Efstadal og Hótel Geysi fyrir virkilega góðar móttökur.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr ferðinni.
Margrét Elín Ólafsdóttir kennari áfangans