Þann 6. desember settu nemendur í LIST2MY4 upp sýningu á lokaverkum sínum. Verkin eru til sýnis í matsal og í holinu fyrir framan matsalinn. Alls eru 21 verk á sýningunni og öll eru þau ólík. Einu kröfurnar sem kennari gerði voru þær að nota efni og aðferðir sem við lærðum í áfanganum (og helst að blanda aðferðum saman) og svo átti viðfangsefnið að vera eitthvað sem er þeim hugleikið, eitthvað sem þau hafa áhuga á eða vilja vekja athygli annarra á.

Þannig fær maður sýningu með mjög ólíkum verkum: allt frá landslagi að portrettum, frá abstrakt út í myndasögur og frá vatnslitamyndum út í úðabrúsaverk.

Sýningin stendur á meðan nemendur eru enn í húsum, en þeir taka verkin með sér í jólafríið. Endilega kíkið við og skoðið þessi flottu verk.

Mig langar að þakka öllum sem komu að sýningunni fyrir vel unnin störf og þakka nemendum í myndlist fyrir frábæra önn!

Hér eru myndir af listamönnunum við verk sín.

Jólakveðjur,

Heiða Gehringer