Þann 29. mars söng kór Menntaskólans að Laugarvatni og flutti skemmtiatriði í Eldaskálanum í Laugarvatnsskógi. Kórinn fékk hóp frá öllum landshlutum úr Skógræktarfélagi Íslands í heimsókn og söng fjögur lög fyrir hann. Nemendur pössuðu að klæða sig vel þar sem skemmtunin fór fram úti. Þrátt fyrir öðruvísi aðstæður tókst söngurinn mjög vel og vakti lukku hjá félögum í Skógræktarfélaginu.

Kórinn byrjaði á að flytja tvö íslensk þjóðlög, ,,Sofðu unga ástin mín“ eftir Jóhann Sigurjónsson og ,,Vísur Vatnsenda-Rósu“ í útsetningu Jóns Ásgeirssonar.

Næst var sungið lagið ,,Syngjum nýjan þjóðarsöng“ úr söngleiknum Vesalingunum. Gísella Hannesdóttir spilaði undir á píanó. Lokalagið var ,,Lifi ljósið“ úr söngleiknum Hárinu. Davíð Þór Jónsson samdi íslenskan texta við það lag.

Mikil gleði ríkti meðal kórfélaga sem fengu loksins að koma fram og syngja fyrir áhorfendur. Eins var þetta góð æfing fyrir vortónleikana sem verða haldnir í Skálholti 27. – 28. apríl. Eyrún Jónasdóttir spilaði á píanó og var hægri hönd kórsins við skemmtunina eins og alltaf og þökkum við henni innilega fyrir frábæra frammistöðu og metnað í starfi.

Umsjón: Margét Inga Ágústsdóttir og Jóhannes Torfi Torfason