2. bekkur fékk afar mikilvæga og þarfa fræðslu í síðasta lífsleiknitíma. Bjarklind Björk Gunnarsdóttir frá Samgöngustofu kom til okkar með fræðslu sem ber yfirskriftina Vegfarendur framtíðarinnar. Eitt af meginverkefnum Samgöngustofu er að efla og tryggja öryggi í samgöngum. Því er boðið upp á fræðslu fyrir unglinga um mikilvægi þess að vera ábyrgðarfullur ökumaður. Rætt var um bílprófið, ökuskólann, hraðakstur, símanotkun, rafskútur og margt annað sem tengist umferðaröryggi. Krakkarnir hlustuðu af athygli og voru dugleg að spyrja.

Margrét Elín Ólafsdóttir lífsleiknikennari.