Á morgun, miðvikudaginn 13. mars mun ML opna dyr sínar fyrir öllum áhugasömum um það fjölbreytta og litríka starf sem fer fram innan veggja skólans.

Opna húsið mun standa yfir frá kl. 15:00-17:00.

Við bjóðum sérstaklega velkomna alla 10. bekkinga og forráðamenn þeirra.

Sjón er sögu ríkari.

Verið öll hjartanlega velkomin í Menntaskólann að Laugarvatni.