Hvað ef ég ætla að skreppa af vistinni?

Nauðsynlegt er að láta vistarvörð vita í símanúmer 6625622 þegar nemandi yfirgefur Laugarvatn. Öryggis vegna er mikilvægt að vistarverðir viti af ferðum nemenda út af svæðinu. Nemendur undir 18 ára aldri þurfa leyfi foreldra/forráðamanna til að yfirgefa Laugarvatn....

Óskir um herbergi

Í byrjun ágúst munu umsjónarmenn heimavistar raða nemendum á herbergi, en fyrir þann tíma er mikilvægt að nýnemar sem hafa sérstakar óskir um herbergisfélaga, eða aðrar óskir varðandi herbergi, komi þeim á framfæri á netfangið heimavist@ml.is eða í síðasta lagi 10....

Jöfnunarstyrkur

Nemendur utan póstnúmersins 840 Laugarvatn geta, langflestir, sótt um styrkt til Menntasjóðs námsmanna til jöfnunar á námskostnaði. Þessi styrkur er umtalsverður á hvorri önn. Í kringum 10. janúar er hann greiddur inn á bankareikning nemandans vegna haustannar, og um...

Húsnæðisbætur

Nemendur sem búa á heimavistum, eiga í flestum tilvikum kost á að fá húsnæðisbætur sem eru ákveðið hlutfall af leiguupphæð.  Nemendur sem eru yngri en 18 ára sækja um hjá sveitarfélagi sínu en 18 ára og eldri sækja um rafrænt á www.hms.is.  Ritari sendir...

Mötuneyti

Nemendur á heimavistum eru í fastafæði í mötuneytinu virka daga. Um helgar nota þeir helgarkort (sjá kostnaður við ML) sem versla þarf hjá skólafulltrúa/ritara og eru þau þá gjaldsett á viðskiptareikning viðkomandi nemanda í mötuneytinu. Þær máltíðir sem eru...