Áfangalýsingar

Allir skylduáfangar

Áfangar á náttúruvísindabraut

Nemendur lesa fjölbreytta texta, bæði fréttatexta, þar sem þeir kynnast Danmörku dagsins í dag, og einnig fræðilega og bókmenntalega texta svo þeir kynnist þeim arfi sem menning Dana hvílir á. Einnig er lögð áhersla á að kynna Danmörku í myndum og máli með dönskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og hlustun á fréttir og umræðuþætti í dönsku útvarpi. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og um leið skapandi hugsun. Nemendur eiga að geta komið kunnáttu sinni til skila í ræðu og riti. Lokaverkefni áfangans getur t.d. verið á formi heimildaritgerðar eða bókmenntaritgerðar, sem nemendur kynna í lok annarinnar.

Nánari upplýsingar

Námsgrein: 
Danska
Undanfari: 
Enginn
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar

Mælingar, vísindaleg aðferð, óvissa, líkön, grunn atriði hreyfifræði, kraftfræði, vigrar, lögmál Newtons, orkufræði, þrýstingur, skriðþungi, vinnuútreikningar, aflfræði, skáfletir, núningskraftar, þyngdarlögmálið.  Þjálfun í vinnubrögðum eðlisfræðinnar.

Námsgrein: 
Eðlisfræði
Undanfari: 
Enginn
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar

Meginviðfangsefnin eru rafsegulfræði, ljós, rafsvið og spenna, segulsvið og span, rafagnageislar en einnig kynning á sértæku afstæðiskenningunni og frumatriðum skammtakenningarinnar.

Efnisatriði eru m.a. bylgjur og sveiflur, lögmál Coulombs, rafsvið,samband spennu og rafsviðs, orkuþéttleiki rafsviðs, þéttir og hugtakið rýmd, afhleðsla í  RC-rás, segulsvið og segulpólar, segulsvið umhverfis straumleiðara og í spólu. Laplace lögmálið um kraftverkun í segulsviði, segulflæði, lögmál Faradays um span, einnig seguldempun, sjálfspan, riðstraumsrafall, spennubreytir, Lorentskraftur og massagreinir. Afstæði tíma, lengdar, hraða og massa, ljóseindakenning Einsteins og línulitróf vetnis.

Námsgrein: 
Eðlisfræði
Undanfari: 
EÐLI2GR05
Þrep: 
3. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar

Áfangar á félags- og hugvísindabraut

Nemendur lesa fjölbreytta texta, bæði fréttatexta, þar sem þeir kynnast Danmörku dagsins í dag, og einnig fræðilega og bókmenntalega texta svo þeir kynnist þeim arfi sem menning Dana hvílir á. Einnig er lögð áhersla á að kynna Danmörku í myndum og máli með dönskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og hlustun á fréttir og umræðuþætti í dönsku útvarpi. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og um leið skapandi hugsun. Nemendur eiga að geta komið kunnáttu sinni til skila í ræðu og riti. Lokaverkefni áfangans getur t.d. verið á formi heimildaritgerðar eða bókmenntaritgerðar, sem nemendur kynna í lok annarinnar.

Nánari upplýsingar

Námsgrein: 
Danska
Undanfari: 
Enginn
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?