Jólatónar kórs ML ómuðu í Skálholtskirkju
Eftir viðburðaríkar vikur kórsins var loksins komið að lokaverkefni hans, sjálfum jólatónleikunum. Haldnir voru tvennir tónleikar, 21. og 22. nóvember, fyrir fullri kirkju af fólki í Skálholtskirkju. Virkilega hátíðleg stund, létt og afslappað andrúmsloft sem smitaði...
Jólatónleikar ML – síðustu forvöð fyrir miðakaup
Jólatónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni verða haldnir í Skálholtskirkju 21. og 22. nóvember næstkomandi. Uppselt er á laugardagstónleikana, enn er hægt að kaupa miða á föstudagstónleikana sem eru kl. 20:00. Miðaverð á tónleika er 4000 kr., frítt fyrir 12 ára...
Heimsókn valáfanga í Efstadal og á Hótel Geysi
Á dögunum fóru nemendur valáfangans Heilbrigðis- og næringarfræði, matreiðsla í áhugaverða og skemmtilega ferð á tvo vinsæla staði í nágrenninu. Matreiðsluhættir, aðbúnaður, framleiðsla og saga staðanna voru kynnt fyrir hópnum. Við byrjuðum í Efstadal, gamla...
Blítt og létt 2025
Söngkeppnin Blítt og létt var haldin í íþróttahúsinu á Laugarvatni fimmtudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Söngkeppnin er einn stærsti viðburður í dagatali skólaársins og ávallt mikil eftirvænting eftir þessari tónlistarveislu sem setur sinn svip á skólahaldið. Hefð er...
Njáluferð 28. október 2025
Það hefur verið fastur liður hjá ML að fara í Njáluferð þegar líður á haustið og skelltu nemendur annars bekkjar í eina slíka þriðjudaginn 28. Október. Lagt var af stað frá ML klukkan 8:30 og var förinni heitið á Hellu. Þar sóttum við Lárus Á. Bragason, sögukennara í...
Skólanefnd ML
Nýskipuð skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni sat 109. fund nefndarinnar mánudaginn 3. nóvember. Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga tilnefnir tvo fulltrúa í nefndina, þau Eydísi Indriðadóttur og Friðrik Sigurbjörnsson en þau hafa bæði átt sæti í skólanefndinni áður....
Tjaldferð
17. september síðastliðinn fóru nemendur í útivist, framhaldsáfanga í gönguferð með allt á bakinu. Það er að mörgu að huga fyrir svona ferðir, það þarf að finna til fatnað til að vera viðbúinn öllum mögulegum veðrum, svefnpoka og einangrunardýnu til að líða þokkalega...
Jarðfræðiferð 3N
Hin árlega jarðfræðiferð var farin mánudaginn 6. október og að vanda sá Pálmi húsbóndi um að keyra rútuna og Jóna Björk um leiðsögn. Veðrið var mjög íslenskt þennan dag, í raun ekkert veður bara ýmiskonar sýnishorn, sól, haglél, rigning, slydda og þoka en við hittum...
