Áfangalýsingar
Allir skylduáfangar
Í áfanganum er lögð áhersla á að efla alla færniþætti tungumálsins hjá nemendum, efla sjálfsöryggi þeirra í að tjá sig munnlega og skriflega um þá efnisþætti sem verið er að vinna með og þannig byggja upp sérhæfðan orðaforða. Áfram er lögð áhersla á að efla kunnáttu í námstækni tungumálanáms með áherslu á að nýta hjálpargögn á réttan hátt, vinna sjálfstætt og nota gagnrýna og skapandi hugsun. Nemendur kynnist danskri menningu og samfélagi með fjölbreyttum verkefnum í gegnum kvikmyndir, fjölmiðla, talað mál, lestur og hlustun. Aukin áhersla verður lögð á samstarf við danska skóla og að kynnast danska framhaldsskólakerfinu.
Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur og hlustun fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Nemendur vinna hlustunaræfingar í tengslum við lesna texta, kvikmyndir, samfélagsmiðla og þætti. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Auk þess er lögð áhersla á hæfni- og leikniviðmið í málfræði fyrir framhaldsskóla. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu og hlustun. Sérstökk áhersla er lögð á námstækni í tungumálanámi.
Mælingar, vísindaleg aðferð, óvissa, líkön, grunn atriði hreyfifræði, kraftfræði, vigrar, lögmál Newtons, orkufræði, þrýstingur, skriðþungi, vinnuútreikningar, aflfræði, skáfletir, núningskraftar, þyngdarlögmálið. Þjálfun í vinnubrögðum eðlisfræðinnar.
Meginviðfangsefnin eru rafsegulfræði, ljós, rafsvið og spenna, segulsvið og span, rafagnageislar en einnig kynning á sértæku afstæðiskenningunni og frumatriðum skammtakenningarinnar.
Efnisatriði eru m.a. bylgjur og sveiflur, lögmál Coulombs, rafsvið,samband spennu og rafsviðs, orkuþéttleiki rafsviðs, þéttir og hugtakið rýmd, afhleðsla í RC-rás, segulsvið og segulpólar, segulsvið umhverfis straumleiðara og í spólu. Laplace lögmálið um kraftverkun í segulsviði, segulflæði, lögmál Faradays um span, einnig seguldempun, sjálfspan, riðstraumsrafall, spennubreytir, Lorentskraftur og massagreinir. Afstæði tíma, lengdar, hraða og massa, ljóseindakenning Einsteins og línulitróf vetnis.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í efnafræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í grunnþætti efnafræðinnar. Farið verður í hluti eins og skýrslugerð, hrein efni, efnablöndur, eiginleikar efna, efnatákn, mól hugtakið, lotukerfið og hlutföll í efnajöfnum.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í efnafræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Haldið verður áfram með grunnþætti efnafræðinnar. Farið verður í hluti eins og efnatengi, Lewis myndir, flokkar efnasambanda, efnahvörf.
Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Lesin eru klassísk bókmenntaverk á enskri tungu og nemendur þjálfaðir í að rýna í bókmenntatexta og ræða umfjöllunarefni verkanna út frá eigin reynslu og skilningi. Einnig er það markmið áfangans að nemendur bæti markvisst við orðaforða sinn, með áherslu á akademískan orðaforða og öðlist þar að auki dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Farið er yfir grundvallaratriði í ritun texta af ýmsum toga og nemendur æfa sig í nýtingu þeirra með hliðsjón af orðaforðanum sem farið er yfir í áfanganum.
Markmið áfangans er að nemendur auki við og æfi frekar þá málfræðiþekkingu sem þeir öðluðust í grunnskóla, ásamt ríkri áherslu sem lögð er á aukinn orðaforða. Nemendur kynnast menningu og málfari mismunandi enskumælandi svæða. Margvíslegar greinar og bókmenntir tengdar þessum menningarsvæðum eru teknar fyrir til lestrar og umræðu. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum; hvort sem er í einstaklings- eða hópavinnu. Unnið er með samskiptafærni í ræðu og riti, þar sem nemendur beita tungumálinu fyrir sig á skipulegan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að færa rök fyrir máli sínu og séu færir um að skrifa texta af ýmsum toga.
Markmið áfangans er tvíþætt; annars vegar að fara yfir bókmenntaverk, bókmenntasögu, leikrit, ljóð og kvikmyndir á enskri tungu og er umfjöllunarefnið sniðið eftir þörfum hverju sinni.
Þema áfangans er ákvarðað af kennara og eru tekin fyrir klassísk bókmenntaverk ásamt leikritum, ljóðum og kvikmyndafræðilegum ígrundunum. Hér gefst kostur á að kynnast ýmsu, allt frá klassískum rithöfundum eins og Shakespeare og Dickens, til ljóðrænna stórskálda og hornsteina kvikmyndasögunnar.
Nemendur þjálfa sig í notkun fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni sem tengist grein á viðkomandi námsbraut og sem þeir hafa sérstakan áhuga á og sem þeir stefna mögulega á í framhaldsnámi, í hugvísindum eða náttúruvísindum, og einbeita sér að henni. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Samhliða þessari vinnu eru lesinbókmenntaverk og verkefni unnin í tengslum við það. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur öðlist færni í að greina mismunandi tímabil bókmenntasögunnar út frá þeim verkum sem lesin eru. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og því er áherslumunur á áfanganum á milli brauta.
Markmið áfangans er að nemendur vinni kerfisbundið að undirbúningi fyrirhugaðs náms á háskólastigi. Nemendur vinna með þá tækni og þau vinnubrögð sem kennd hafa verið í fyrri áföngum og það er ætlast til að þeir skili verkefnum af ýmsu tagi í tengslum við umfjöllunarefnið; þá vinna þeir
með rannsóknir og greinar sem tengjast faginu, tileinka sér orðaforða innan fagsins þannig að þeirverði færir um að fræða aðra um fagið í ræðu og riti. Einnig er unnið með bókmenntaverk sem tengjast ákveðnum málsvæðum og/eða sögulegum viðburðum í sögu enskunnar. Í tengslum við
bókmenntalið áfangans er lögð áhersla á að nemendur vinni sérstaklega með ritun og tjáningu. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og er því áherslumunur á milli brauta.
Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein, eðli hennar, saga og þróun félagsvísinda. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Helstu viðfangsefni félagsfræðinnar eru kynnt og nemendur læra að beita félagsfræðilegum hugtökum. Grunneiningar samfélagsins eru skoðaðar út frá sjónarhorni félagsvísinda og lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Umræður varða meðal annars þróun samfélaga, menningu, lagskiptingu, atvinnulíf, trú, fjölmiðla, stjórnmála, kynhlutverka og fordóma í félagsfræðilegu ljósi. Nemendur kynnast einnig rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar.
Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar eru saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla er lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál sem tengjast rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum, til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkrum mæli.
Í stjórnmálafræði er fjallað um grunnhugtök eins og hagsmuni, stjórnarskrá, þrískiptingu valds og fjórða valdið, lýðræði og mannréttindi. Rýnt er í ólíkar hugmyndir um vald og hvernig hægt er að hafa áhrif í samfélaginu.
Helstu stjórnmálastefnur, hugmyndafræði og átakalínur eru kynntar og greindar. Í því samhengi er meðal annars komið inn á jafnréttismál, umhverfismál og stéttskiptingu. Unnið er með „vinstri-hægri“ kvarðann og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Fjallað er um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Loks er fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.
Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á franska málsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinki sér árangursríka námstækni.
Helstu atriði FRAN1FA05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist m.a. nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum. Ný málfræðiatriði eru æfð. Menningu og staðháttum frönskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Gerðar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og árangursríka námstækni.
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda og staðháttum og siðum frönskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna og áhersla lögð á viðeigandi samskiptavenjur. Nemendur eru áfram þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun og ritun og jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að þeir tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Ný málfræðiatriði eru tekin fyrir.
Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemanda og árangursríka námstækni.
Í heimspekinni þjálfast hugsun og samskipti. Gagnrýnin hugsun og víðsýni. Markmiðið er að nemendur verði meðvitaðir um eðli og gildi heimspekinnar og hvernig má beita henni í ólíku samhengi. Komi auga á heimspekilegar áherslur og álitamál í raunveruleikanum og menningunni, t.d. kvikmyndum. Það er oft fróðlegt að kynna sér hugmyndir þekktra spekinga, en jafnframt mikilsvert að nemendur geti sjálfir myndað sér rökstuddar skoðanir og rætt málefni og heimspekileg álitaefni á upplýstan hátt. Nemendur bæði læra um heimspeki og æfa sig í að ástunda sjálf heimspeki, m.a. með samræðu, í minni og stærri hópum. Kennslubókin fer um vítt svið en það er að nokkru leiti undir nemendum og kennara komið hvar verður staldrað við. Ásamt heimspekinni verður farið í að rannsaka hvað félagsfræðin hefur upp á að bjóða.
Það má segja að ekkert mannlegt sé félagsfræðinni óviðkomandi. Félagsfræðin veltir fyrir sér samfélaginu og er stöðugt á hreyfingu og aldrei í sögunni á meiri hraða en nú um stundir. Sem dæmi má taka þær breytingar sem orðið hafa á félagsháttum með tilkomu samfélagsmiðla en þeim má líkja við byltingu. Umhverfismálin eru knýjandi og neyða okkur til nýrra lausna á mörgum verkefnum, stórum og smáum.
Í áfanganum er unnið með grunnreglur helstu íþróttagreina með áherslu á hópleiki og samstarf nemenda. Farið verður sérstaklega í mikilvægi upphitunar og þolþjálfunar ásamt teygjuæfinga í lok tíma.
Í áfanganum er lögð áhersla á kraft- og liðleikaþjálfun nemenda í formi leikja og hópíþrótta. Einnig verður farið yfir íþróttameiðsl og helstu ástæður þeirra. Farið verður yfir mikilvæga þætti þjálfunar sem koma að styrk og fá nemendur að kynnast æfingum sem byggja upp stoðkerfi líkamans, þeim kynnt rétt líkamsbeiting og fjölbreytni þeirra æfinga sem í boði eru. Nemendur fá einnig að kynnast liðleikaþjálfun og mikilvægi hennar í heildarmyndinni.
Á áfanganum er unnið með undirbúning fyrir eigin þjálfun nemenda. Nemendur þurfa þá að tileinka sér þær aðferðir og læra að nota þau tæki sem þarf til þess að geta stundað eigin þjálfun með jafnri og stígandi ákefð.
Í áfanganum er unnið með undirbúning fyrir eigin þjálfun nemenda. Nemendur þurfa þá að tileinka sér þær aðferðir og læra að nota þau tæki sem þarf til þess að geta stundað eigin þjálfun með jafnri og stígandi ákefð.
Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta upphitun, leiki og svo almenna líkamsrækt. Nemendur fá að kynnast ólíkum æfingum sem byggja á uppbyggingu þols- , liðleika- og styrkar. Einnig er lögð áhersla á heilsuvernd og fá nemendur að kynnast aðferðum sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl.
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á helstu heimspekikenningum sem hafa mótað viðhorf mannsins til siðferðis, frelsis, guðs og eðli heimsins í kringum hann. Yfirlit yfir valdar undirgreinar heimspekinnar; sérstaklega siðfræði, rökfræði, þekkingarfræði, auk vísindaheimspeki og fagurfræði. Markmiðið er að nemendur verði meðvitaðir um eðli og gildi heimspekinnar og hvernig má beita henni í ólíku samhengi. Komi auga á heimspekilegar áherslur og álitamál í raunveruleikanum og menningunni, t.d. kvikmyndum. Nemendur læra um hugmyndir nokkurra þekktustu heimspekinga sögunnar. Jafnframt eru þeir hvattir til að mynda sér sjálfstæðar, rökstuddar skoðanir. Í heimspekinni þjálfast samskipti, gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og víðsýni.
Í áfanganum er unnið með hugmyndaheim fornbókmenntanna, frásagnalist og norræna goðafræði. Snorra-Edda er lesin sem og valin eddukvæði. Lögð er áhersla á að setja efnið í menningarsögulegt samhengi og finna því stað í nútímanum. Nemendur fá þjálfun í að fjalla um inntak fornbókmenntanna á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Einnig fræðast nemendur um uppruna íslenskrar tungu og helstu atriði í málsögunni. Þá fá nemendur þjálfun í meðferð heimilda og frágangi ritaðs máls. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur öðlist aukinn orðaforða, kynnist fornbókmenntum og dýpki skilning sinn á íslenskri menningarsögu.
Í áfanganum er lagt upp með að nemendur efli málnotkun sína, ritun, lesskilning og framsögn. Nemendur fá þjálfun í byggingu málsgreina, efnisgreina og lengri ritsmíða sem og í meðferð heimilda. Einnig kynnast nemendur og fá þjálfun í notkun málhjálpartækja s.s. orðabóka og ýmissa málforrita. Þá kynnast nemendur grunnreglum í stafsetningu og málfræði og grunnhugtökum í bókmenntafræði. Lesnir eru fjölbreyttir nytjatextar og skáldverk. Nemendur fá þjálfun í því að greina inntak og aðalatriði nytjatexta og bókmenntaverka, túlka, draga ályktanir og setja fram og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni í ræðu og riti, gagnrýnin sem og skapandi.
Í áfanganum er unnið með vítt tímabil í íslenskri bókmenntasögu og kynnast nemendur helstu straumum frá síðmiðöldum til rómantíkur. Brennu-Njáls saga er lesin í heild sinni og önnur valin bókmenntadæmi frá tímabilinu. Lögð er áhersla á að setja verkin í menningarsögulegt samhengi og ekki síst í samhengi við nútímann. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntunum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur dýpki orðaforða sinn og skilning á bókmenntum og íslenskri menningarsögu og efli gagnrýna hugsun.
Í áfanganum er lögð áhersla á bókmenntatexta og reynt að höfða til hvers og eins nemanda. Þá verða afþreyingarbókmenntir jafnt sem heimsbókmenntir kynntar og skoðaðar. Áfram er unnið með bókmenntafræðihugtök. Nemendur lesa kjörbækur að eigin vali og skoða margvíslega texta. Áfram eru nemendur þjálfaðir í ritun og lestri og áhersla lögð á greiningu og gagnrýna hugsun. Þá fá nemendur að spreyta sig á skapandi skrifum, undir handleiðslu sem og frjálst.
Í áfanganum er viðfangsefnið íslensk bókmenntasaga frá miðbiki 20. aldar til dagsins í dag. Nemendur kynnast helstu straumum og stefnum tímabilsins og lesa eina veglega nútímaskáldsögu auk annarra valinna verka frá tímabilinu og/eða brota úr verkum. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt. Nemendur lesa fræðigreinar sem tengjast efninu og skrifa heimildaritgerð.
Áfanginn leggur áherslu á jarðfræði Íslands. Fjallað er m.a. um innræn og útræn öfl, innri gerð jarðar, flekarek og heita reiti, eldvirkni og jarðskjálfta, flokkun bergs og steinda, eldstöðva og hrauna. Auk þess er fjallað um vötn og jökla, veðrun og rof ásamt fleiru.
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori. Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori. Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori. Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.
Í áfanganum eru staðalímyndir og staða kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins skoðuð út frá kenningum félagsvísinda. Nemendur fá tækifæri til þess að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu þar sem skoðuð eru valdatengsl kynja og kynhlutverka. Í Kynjafræði er þannig nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleika eða hlutlausa sýn á heiminn. Markmið kynjafræðinnar er almennt að vinna að auknu jafnrétti en jafnréttismál varðar okkur öll í samfélaginu og er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins líkt og ýmsar aðrar breytur eins og aldur, kynhneigð, stétt, kynþáttur og fleira. Markmiðið er að skoða hvernig kynhlutverkin skarast á við þessa þætti og vekja nemendur til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál. Nemendur læra að beita hugtökum kynjafræðinnar og skoða málefni eins og klám, klámvæðingu og ofbeldi. Nám og kennsla fer meðal annars fram með fyrirlestrum, umræðum og fjölbreyttum hóp- og einstaklingsverkefnum. Þátttaka nemenda er því lykilatriði í öllu náminu.
Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Fjallað er um kortagerð, grunnhugtök lýðfræðinnar, íbúasamsetningu mismunandi þjóðfélagsgerða og vandamál sem tengjast fólksfjölgun og fólksflutningum og breytingum á búsetumynstri. Farið er í áhrif manna á vistkerfið og afleiðingar ósjálfbærrar auðlindanýtingar. Einnig er fjallað um gerð og byggingu jarðarinnar og þau öfl sem móta landið. Áhersla er lögð á verkefnavinnu. Nemendur munu bæði vinna einstaklingsverkefni og í hópum og eru virkjuð í temja sér góða upplýsingaöflun með margs konar miðlum úr fjölbreyttum heimildum. Ýtt er undir gagnrýna hugsun til að átta sig á gæðum heimilda.
Markmið áfangans er að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt og ábyrga samfélagsþegna m.t.t. sjálfbærni. Fjallað er m.a. um grunnhugtök vistfræðinnar, hringrásir orku og efna í vistkerfum jarðar, fólksfjölgun og önnur vandamál sem herja á jörðina, og enn fremur leiðir til úrbóta.
Fjallað er um frumur, líffæri þeirra og starfsemi og mun milli plöntu– og dýrafrumna. Farið er í hvernig frumur mynda vefi mannslíkamans, hvernig vefir mynda líffæri og raðast í líffærakerfi. Fjallað er um nokkur líffærakerfi mannsins og starfsemi þeirra, það er blóðrásarkerfið, öndunarkerfið, meltingarkerfið og fleiri
Fjallað er m.a. um heilkjarnafrumur og dreifkjarnafrumur, frumuskiptingar og tengingu við krabbamein og smitsjúkdóma. Farið er í æxlunarfæri karla og kvenna og starfsemi þeirra og farið í æxlun, fósturþroskun, fæðingu og þroskun eftir fæðingu.
Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni felst í samræðunni við okkur sjálf og umhverfi okkar þar sem rými er skapað til þess að dýpka þann skilning.
Áhersla er lögð á að efla sjálfsmynd nemandans og trú hans á eigin getu en jafnframt gera hann meðvitaðan um þá ábyrgð sem hann hefur í samskiptum við aðra. Gerð er krafa um að nemendur skoði markvisst persónu sína og endurskoði markmið sín og lífstíl. Nemendur kynnast því hvernig þeir geta haft bein og óbein jákvæð áhrif á samfélagið sitt. Í áfanganum er unnið að því að styrkja félagstengsl milli nemenda, undirbúa þá til að takast á við krefjandi nám og leggja þannig grunn að frjóu menntasamfélagi. Eitt af markmiðunum er að nemendur eflist í að koma fram af virðingu við aðra í fjölmenningarlegu þjóðfélagi. Nemendur eru hvattir til að yfirfæra þá þekkingu og vinnubrögð sem þeir öðlast yfir á aðrar námsgreinar og út í lífið almennt. Nemendur fá tækifæri til að vinna við margvísleg viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Viðfangsefni lífsleikninnar eru breytileg en geta tekið mið af eftirfarandi: sjálfsmynd og samskiptum, tilfinningum og tilfinningagreind, kynheilbrigði, skapandi hugsun og leikrænni tjáningu, menningu og listum, lýðræði, mannréttindum og skiptingu lífsgæða svo nokkuð sé nefnt.
Í áfanganum er unnið að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á þeirri leið sem þeir kjósa eftir að Menntaskólanum að Laugarvatni sleppir. Kenndar eru leiðir til að efla sjálfsþekkingu og að taka ákvarðanir á yfirvegaðan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá óþrjótandi möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi hérlendis og erlendis og að þeir þekki leiðir til að afla upplýsinga á þessu sviði. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntakerfis og vinnumarkaðar og þekki nokkur einkenni íslensks vinnumarkaðar.
Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni að eigin vali sem byggir á fræðilegri þekkingu á ákveðnu námssviði/áhugasviði nemandans. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, til dæmis með ritgerð, rannsókn, tónlistarverki, stuttmynd, nýsköpun eða vefsíðu. Verkefni sem byggir á sköpun (stuttmynd, tónlist og svo framvegis) þarf að skila með skýrslu sem byggir á fræðilegri greinargerð með viðeigandi heimildanotkun um viðfangsefnið ásamt hugmyndinni á bakvið verkið. Hugmyndina skal útfæra undir verkstjórn kennara.
Lokaverkefnið er einstaklingverkefni þar sem áhersla er á ábyrgð, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð. Hver nemandi fær úthlutað leiðbeinanda sér til stuðnings og skilgreinir verkefnið með honum. Ætlast er til að nemendur nýti fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu efnisins. Ávallt skal nota heimildir sér til stuðnings. Nemendur fá kennslu í heimildanotkun og fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast því. Nemendur kynna verkefni sín á málstofu í lok annar.
Upphaf mannkyns og saga menningarsamfélaga frá fornöld til loka 18. aldar, með áherslu á áhrif á sögu og menningu Íslendinga. Upphaf mannsins og þróun menningarsamfélaga. Menning og saga Forn-Grikkja og Rómaveldis. Miðaldir í Evrópu, víkingaöld og landnám Íslands, þróun samfélags á Íslandi á miðöldum. Endurreisn, landafundir, siðskipti og breytingar sem urðu í heiminum í byrjun nýaldar. Upplýsingastefnan og upphaf nútímaþjóðfélags, samfélagsórói og byltingar í lok 18. aldar. Markvisst skal unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í notkun þeirra og einfaldri framsetningu efnis. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum.
Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir valdir atburðir úr sögu 19. og 20. aldar. Til grundvallar liggja 8 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji í það minnsta 6 efnisflokka til umfjöllunar. Þeir eru: Iðnbylting og verkalýðsbarátta, lýðræðisþróun á 19. og 20. öld, þjóðríki og þjóðernisstefna, heimsvaldastefna og nýlendustefna, fyrri heimsstyrjöld og millistríðsárin, síðari heimsstyrjöld og Helförin, Kalda stríðið, velferðarþjóðfélagið og þróun þess.
Menningar- og listasaga með áherslu á uppruna og þróun vestrænnar menningar. Fjallað um menningu fornaldar frá tímum Forngrikkja og Rómverja, upphaf og þróun kristinnar menningar á miðöldum og áhersla lögð á tengsl þeirra við menningu nútímans. Helstu birtingarform listar og menningar gerð skil, einkum myndlistar, byggingalistar og tónlistar. Áhersla er lögð á ólíka þætti menningar í daglegu lífi einstaklinga og samspil menningar, trúarbragða, umhverfis og þjóðfélagsgerðar.
Þetta er grunnáfangi í sálfræði og ætlaður til að kynna nemendum fræðigreinina sálfræði, eðli hennar sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök. Þá er fjallað um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega. Fjallað er sérstaklega um námssálfræði, bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga, sjálfsmynd, mannleg samskipti, þróun náinna sambanda og almennt um mannlegt eðli.
Í þessum áfanga kynnumst við þroskasálfræðinni og sögu hennar, hugtökum, rannsóknaraðferðum og helstu álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis við mótun einstaklinga. Fjallað verður um þroskaferil manneskjunnar allt frá fæðingu til grafar og mikilvægi líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroska barns.
Sérstaklega er tekinn fyrir þroski tilfinninga, félagslegra samskipta, hugsunar og greindar. Áhersla er lögð á þroska sjálfsmyndarinnar og hvernig hún mótast með aldrinum. Einnig verður vikið að þroskahömlun og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur æfa sig í að skoða eigin þroska út frá mismunandi þroskakenningum og greina þá þætti sem hafa mótað þá í lífinu. Nemendur fá æfingu í að rökræða álitamál eins og barneignir táninga, fóstureyðingar eða starfslok. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina verða skoðuð og komið inn á vandamál barna og unglinga (t.d. geðræn, tilfinningaleg, líkamleg, náms- eða hegðunarvandamál). Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði og bókfærslu. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og bókfærslu og fjármálalæsi. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. Excel og GeoGebra.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og annars stigs jöfnur/ójöfnur og margliður. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og tölfræði og líkindareikning. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. Excel.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og fallahugtök, markgildi og diffrun. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og heildun og runur og raðir. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og vigra og hornaföll. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á þýska málsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinki sér árangursríka námstækni.
Helstu atriði ÞÝSK1ÞA05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skiflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist m.a. nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum. Ný málfræðatriði eru æfð. Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Gerðar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og árangursríka námstækni.
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda og staðháttum og siðum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna og áhersla lögð á viðeigandi samskiptavenjur. Nemendur eru áfram þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun og ritun, jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að þeir tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Ný málfræðiatriði eru tekin fyrir. Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemanda og árangursríka námtækni.
Í áfanganum er lögð áhersla á ferðamennsku og útbúnað sem gott er að hafa við höndina þegar ferðast er. Farið verður í mikilvægi klæðnaðar í útivist hvort sem um ræðir vetrarferðamennsku eða gönguferðir að sumri. Farið verður í eina lengri gögnuferð þar sem gist er í skála og eina myrkragöngu þar sem nemendur ganga í skógi með höfuðljós og nesti. Þá fara nemendur einnig í eina dagsferð á kanó.
Nemendur fá kynningu á útivist sem hægt að stunda á veturna og vorin. ásamt kynningu á nærumhverfi skólans. Farið verður í nokkrar ferðir í nágrenni skólans þar sem útivist og umhverfislæsi er fléttað saman. Nemendur læra hvernig best er að búa sig undir ferðir og hvernig best er að stunda útivist á vorin þegar breytingar á náttúrunni eru miklar.
Nemendur fara á gönguskíði og svigskíði ef veður leyfir, göngur og fuglaskoðun. Vonandi gefst okkur kostur á skautaiðkun og veiði á frosnu Laugarvatninu. Þegar sólin hækkar á lofti og hitastigið með ætlum við að æfa okkur í að róa á bátum og brettum á vatninu.
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur korta og notkun áttavita, taka punkta og kennslu á GPS tæki. Þá þurfa nemendur að læra grundvallarþætti er varða notkun á útivistarbúnaði, svo sem bakpoka, tjöld, svefnpoka, prímus, klifurbúnað og annað sem fellur til útivistar. Nemendur fara í tvær ferðir, eina tjaldferð og svo dagsferð þar sem lögð er áhersla á rötun. Einnig fara nemendur í eina klifurferð.
Í áfanganum er lögð áhersla á vetrarferðamennsku og hvernig undirbúningi fyrir útivist að vetri er háttað. Nemendur fá að kynnast ísklifri og mikilvægum öryggisþáttum er það varðar. Nemendur læra einnig grunnöryggisþætti almennrar vetrarferðamennsku líkt og lestur veðurkorta, snjóflóðavarnir og fleira. Farið er í þrjár ferðir að vetrinum í takt við viðfangsefnið hverju sinni.
Áfanganum er skipt upp í tvo hluta þar sem nemendur kynnast annars vegar grunninum af lögfræði og svo hins vegar snert á viðskiptafræði. Ekki gefst tími til að kafa djúp í hvora fræðigreinina en lagt er upp úr því að námið sé hagnýtt og áhugavert fyrir nemendur. Nemendur ættu að fá tilfinningu fyrir fræðunum og forsendur til að kynna sér málin nánar, eftir eigin þörfum og áhuga.
Fjallað er um aðferðafræði og mikilvæg grundvallarhugtök lögfræðinnar. Nemendur þjálfast í að lesa lög og skilja réttarfar og dómstólaskipan á Íslandi. Stjórnarskráin verður skoðuð og þrískipting ríkisvaldsins. Einnig mun meðferð einkamála útskýrð og grunnreglur einkamálaréttarfarsins. Umfjöllun um meðferð mála hjá stjórnsýsluaðilum, til dæmis með tilliti til valdheimilda. Rýnt er í nokkur ólík svið lögfræðinnar. Í viðskiptahluta áfangans verður fjallað um rekstrarhagfræði og helstu grunnatriði í reksti fyrirtækja. Farið verður í áætlanagerð, markaðssetningu, fjármál fyrritækja og lagaumhverfi. Komið verður stuttlega inn á helstu atriði þjóðhagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Við munum líta á þætti hagfræðinnar til að ýta undir fréttalæsi og eflir almennan skilning á þjóðfélagsmálum. Dæmi um hugtök sem er gott að hafa grunnskilning á eru: framleiðsla, fjármagnstekjur, viðskiptaáætlanir, verðbólga, verðmyndun, stýrivextir, verg þjóðarframleiðsla, hagvöxtur, viðskiptajöfnuður og gengi gjaldmiðla.
Bundið val báðar brautir
Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á franska málsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinki sér árangursríka námstækni.
Helstu atriði FRAN1FA05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist m.a. nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum. Ný málfræðiatriði eru æfð. Menningu og staðháttum frönskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Gerðar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og árangursríka námstækni.
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda og staðháttum og siðum frönskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna og áhersla lögð á viðeigandi samskiptavenjur. Nemendur eru áfram þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun og ritun og jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að þeir tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Ný málfræðiatriði eru tekin fyrir.
Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemanda og árangursríka námstækni.
Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á þýska málsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinki sér árangursríka námstækni.
Helstu atriði ÞÝSK1ÞA05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skiflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist m.a. nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum. Ný málfræðatriði eru æfð. Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Gerðar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og árangursríka námstækni.
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda og staðháttum og siðum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna og áhersla lögð á viðeigandi samskiptavenjur. Nemendur eru áfram þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun og ritun, jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að þeir tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Ný málfræðiatriði eru tekin fyrir. Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemanda og árangursríka námtækni.
Skylduáfangar á félags- og hugvísindabraut
Í áfanganum er lögð áhersla á að efla alla færniþætti tungumálsins hjá nemendum, efla sjálfsöryggi þeirra í að tjá sig munnlega og skriflega um þá efnisþætti sem verið er að vinna með og þannig byggja upp sérhæfðan orðaforða. Áfram er lögð áhersla á að efla kunnáttu í námstækni tungumálanáms með áherslu á að nýta hjálpargögn á réttan hátt, vinna sjálfstætt og nota gagnrýna og skapandi hugsun. Nemendur kynnist danskri menningu og samfélagi með fjölbreyttum verkefnum í gegnum kvikmyndir, fjölmiðla, talað mál, lestur og hlustun. Aukin áhersla verður lögð á samstarf við danska skóla og að kynnast danska framhaldsskólakerfinu.
Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur og hlustun fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Nemendur vinna hlustunaræfingar í tengslum við lesna texta, kvikmyndir, samfélagsmiðla og þætti. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Auk þess er lögð áhersla á hæfni- og leikniviðmið í málfræði fyrir framhaldsskóla. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu og hlustun. Sérstökk áhersla er lögð á námstækni í tungumálanámi.
Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Lesin eru klassísk bókmenntaverk á enskri tungu og nemendur þjálfaðir í að rýna í bókmenntatexta og ræða umfjöllunarefni verkanna út frá eigin reynslu og skilningi. Einnig er það markmið áfangans að nemendur bæti markvisst við orðaforða sinn, með áherslu á akademískan orðaforða og öðlist þar að auki dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Farið er yfir grundvallaratriði í ritun texta af ýmsum toga og nemendur æfa sig í nýtingu þeirra með hliðsjón af orðaforðanum sem farið er yfir í áfanganum.
Markmið áfangans er að nemendur auki við og æfi frekar þá málfræðiþekkingu sem þeir öðluðust í grunnskóla, ásamt ríkri áherslu sem lögð er á aukinn orðaforða. Nemendur kynnast menningu og málfari mismunandi enskumælandi svæða. Margvíslegar greinar og bókmenntir tengdar þessum menningarsvæðum eru teknar fyrir til lestrar og umræðu. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum; hvort sem er í einstaklings- eða hópavinnu. Unnið er með samskiptafærni í ræðu og riti, þar sem nemendur beita tungumálinu fyrir sig á skipulegan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að færa rök fyrir máli sínu og séu færir um að skrifa texta af ýmsum toga.
Markmið áfangans er tvíþætt; annars vegar að fara yfir bókmenntaverk, bókmenntasögu, leikrit, ljóð og kvikmyndir á enskri tungu og er umfjöllunarefnið sniðið eftir þörfum hverju sinni.
Þema áfangans er ákvarðað af kennara og eru tekin fyrir klassísk bókmenntaverk ásamt leikritum, ljóðum og kvikmyndafræðilegum ígrundunum. Hér gefst kostur á að kynnast ýmsu, allt frá klassískum rithöfundum eins og Shakespeare og Dickens, til ljóðrænna stórskálda og hornsteina kvikmyndasögunnar.
Nemendur þjálfa sig í notkun fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni sem tengist grein á viðkomandi námsbraut og sem þeir hafa sérstakan áhuga á og sem þeir stefna mögulega á í framhaldsnámi, í hugvísindum eða náttúruvísindum, og einbeita sér að henni. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Samhliða þessari vinnu eru lesinbókmenntaverk og verkefni unnin í tengslum við það. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur öðlist færni í að greina mismunandi tímabil bókmenntasögunnar út frá þeim verkum sem lesin eru. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og því er áherslumunur á áfanganum á milli brauta.
Markmið áfangans er að nemendur vinni kerfisbundið að undirbúningi fyrirhugaðs náms á háskólastigi. Nemendur vinna með þá tækni og þau vinnubrögð sem kennd hafa verið í fyrri áföngum og það er ætlast til að þeir skili verkefnum af ýmsu tagi í tengslum við umfjöllunarefnið; þá vinna þeir
með rannsóknir og greinar sem tengjast faginu, tileinka sér orðaforða innan fagsins þannig að þeirverði færir um að fræða aðra um fagið í ræðu og riti. Einnig er unnið með bókmenntaverk sem tengjast ákveðnum málsvæðum og/eða sögulegum viðburðum í sögu enskunnar. Í tengslum við
bókmenntalið áfangans er lögð áhersla á að nemendur vinni sérstaklega með ritun og tjáningu. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og er því áherslumunur á milli brauta.
Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein, eðli hennar, saga og þróun félagsvísinda. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Helstu viðfangsefni félagsfræðinnar eru kynnt og nemendur læra að beita félagsfræðilegum hugtökum. Grunneiningar samfélagsins eru skoðaðar út frá sjónarhorni félagsvísinda og lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Umræður varða meðal annars þróun samfélaga, menningu, lagskiptingu, atvinnulíf, trú, fjölmiðla, stjórnmála, kynhlutverka og fordóma í félagsfræðilegu ljósi. Nemendur kynnast einnig rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar.
Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar eru saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla er lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál sem tengjast rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum, til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkrum mæli.
Í stjórnmálafræði er fjallað um grunnhugtök eins og hagsmuni, stjórnarskrá, þrískiptingu valds og fjórða valdið, lýðræði og mannréttindi. Rýnt er í ólíkar hugmyndir um vald og hvernig hægt er að hafa áhrif í samfélaginu.
Helstu stjórnmálastefnur, hugmyndafræði og átakalínur eru kynntar og greindar. Í því samhengi er meðal annars komið inn á jafnréttismál, umhverfismál og stéttskiptingu. Unnið er með „vinstri-hægri“ kvarðann og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Fjallað er um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Loks er fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.
Í áfanganum er unnið með grunnreglur helstu íþróttagreina með áherslu á hópleiki og samstarf nemenda. Farið verður sérstaklega í mikilvægi upphitunar og þolþjálfunar ásamt teygjuæfinga í lok tíma.
Í áfanganum er lögð áhersla á kraft- og liðleikaþjálfun nemenda í formi leikja og hópíþrótta. Einnig verður farið yfir íþróttameiðsl og helstu ástæður þeirra. Farið verður yfir mikilvæga þætti þjálfunar sem koma að styrk og fá nemendur að kynnast æfingum sem byggja upp stoðkerfi líkamans, þeim kynnt rétt líkamsbeiting og fjölbreytni þeirra æfinga sem í boði eru. Nemendur fá einnig að kynnast liðleikaþjálfun og mikilvægi hennar í heildarmyndinni.
Á áfanganum er unnið með undirbúning fyrir eigin þjálfun nemenda. Nemendur þurfa þá að tileinka sér þær aðferðir og læra að nota þau tæki sem þarf til þess að geta stundað eigin þjálfun með jafnri og stígandi ákefð.
Í áfanganum er unnið með undirbúning fyrir eigin þjálfun nemenda. Nemendur þurfa þá að tileinka sér þær aðferðir og læra að nota þau tæki sem þarf til þess að geta stundað eigin þjálfun með jafnri og stígandi ákefð.
Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta upphitun, leiki og svo almenna líkamsrækt. Nemendur fá að kynnast ólíkum æfingum sem byggja á uppbyggingu þols- , liðleika- og styrkar. Einnig er lögð áhersla á heilsuvernd og fá nemendur að kynnast aðferðum sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl.
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á helstu heimspekikenningum sem hafa mótað viðhorf mannsins til siðferðis, frelsis, guðs og eðli heimsins í kringum hann. Yfirlit yfir valdar undirgreinar heimspekinnar; sérstaklega siðfræði, rökfræði, þekkingarfræði, auk vísindaheimspeki og fagurfræði. Markmiðið er að nemendur verði meðvitaðir um eðli og gildi heimspekinnar og hvernig má beita henni í ólíku samhengi. Komi auga á heimspekilegar áherslur og álitamál í raunveruleikanum og menningunni, t.d. kvikmyndum. Nemendur læra um hugmyndir nokkurra þekktustu heimspekinga sögunnar. Jafnframt eru þeir hvattir til að mynda sér sjálfstæðar, rökstuddar skoðanir. Í heimspekinni þjálfast samskipti, gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og víðsýni.
Í áfanganum er unnið með hugmyndaheim fornbókmenntanna, frásagnalist og norræna goðafræði. Snorra-Edda er lesin sem og valin eddukvæði. Lögð er áhersla á að setja efnið í menningarsögulegt samhengi og finna því stað í nútímanum. Nemendur fá þjálfun í að fjalla um inntak fornbókmenntanna á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Einnig fræðast nemendur um uppruna íslenskrar tungu og helstu atriði í málsögunni. Þá fá nemendur þjálfun í meðferð heimilda og frágangi ritaðs máls. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur öðlist aukinn orðaforða, kynnist fornbókmenntum og dýpki skilning sinn á íslenskri menningarsögu.
Í áfanganum er lagt upp með að nemendur efli málnotkun sína, ritun, lesskilning og framsögn. Nemendur fá þjálfun í byggingu málsgreina, efnisgreina og lengri ritsmíða sem og í meðferð heimilda. Einnig kynnast nemendur og fá þjálfun í notkun málhjálpartækja s.s. orðabóka og ýmissa málforrita. Þá kynnast nemendur grunnreglum í stafsetningu og málfræði og grunnhugtökum í bókmenntafræði. Lesnir eru fjölbreyttir nytjatextar og skáldverk. Nemendur fá þjálfun í því að greina inntak og aðalatriði nytjatexta og bókmenntaverka, túlka, draga ályktanir og setja fram og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni í ræðu og riti, gagnrýnin sem og skapandi.
Í áfanganum er unnið með vítt tímabil í íslenskri bókmenntasögu og kynnast nemendur helstu straumum frá síðmiðöldum til rómantíkur. Brennu-Njáls saga er lesin í heild sinni og önnur valin bókmenntadæmi frá tímabilinu. Lögð er áhersla á að setja verkin í menningarsögulegt samhengi og ekki síst í samhengi við nútímann. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntunum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur dýpki orðaforða sinn og skilning á bókmenntum og íslenskri menningarsögu og efli gagnrýna hugsun.
Í áfanganum er lögð áhersla á bókmenntatexta og reynt að höfða til hvers og eins nemanda. Þá verða afþreyingarbókmenntir jafnt sem heimsbókmenntir kynntar og skoðaðar. Áfram er unnið með bókmenntafræðihugtök. Nemendur lesa kjörbækur að eigin vali og skoða margvíslega texta. Áfram eru nemendur þjálfaðir í ritun og lestri og áhersla lögð á greiningu og gagnrýna hugsun. Þá fá nemendur að spreyta sig á skapandi skrifum, undir handleiðslu sem og frjálst.
Í áfanganum er viðfangsefnið íslensk bókmenntasaga frá miðbiki 20. aldar til dagsins í dag. Nemendur kynnast helstu straumum og stefnum tímabilsins og lesa eina veglega nútímaskáldsögu auk annarra valinna verka frá tímabilinu og/eða brota úr verkum. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt. Nemendur lesa fræðigreinar sem tengjast efninu og skrifa heimildaritgerð.
Í áfanganum eru staðalímyndir og staða kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins skoðuð út frá kenningum félagsvísinda. Nemendur fá tækifæri til þess að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu þar sem skoðuð eru valdatengsl kynja og kynhlutverka. Í Kynjafræði er þannig nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleika eða hlutlausa sýn á heiminn. Markmið kynjafræðinnar er almennt að vinna að auknu jafnrétti en jafnréttismál varðar okkur öll í samfélaginu og er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins líkt og ýmsar aðrar breytur eins og aldur, kynhneigð, stétt, kynþáttur og fleira. Markmiðið er að skoða hvernig kynhlutverkin skarast á við þessa þætti og vekja nemendur til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál. Nemendur læra að beita hugtökum kynjafræðinnar og skoða málefni eins og klám, klámvæðingu og ofbeldi. Nám og kennsla fer meðal annars fram með fyrirlestrum, umræðum og fjölbreyttum hóp- og einstaklingsverkefnum. Þátttaka nemenda er því lykilatriði í öllu náminu.
Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Fjallað er um kortagerð, grunnhugtök lýðfræðinnar, íbúasamsetningu mismunandi þjóðfélagsgerða og vandamál sem tengjast fólksfjölgun og fólksflutningum og breytingum á búsetumynstri. Farið er í áhrif manna á vistkerfið og afleiðingar ósjálfbærrar auðlindanýtingar. Einnig er fjallað um gerð og byggingu jarðarinnar og þau öfl sem móta landið. Áhersla er lögð á verkefnavinnu. Nemendur munu bæði vinna einstaklingsverkefni og í hópum og eru virkjuð í temja sér góða upplýsingaöflun með margs konar miðlum úr fjölbreyttum heimildum. Ýtt er undir gagnrýna hugsun til að átta sig á gæðum heimilda.
Markmið áfangans er að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt og ábyrga samfélagsþegna m.t.t. sjálfbærni. Fjallað er m.a. um grunnhugtök vistfræðinnar, hringrásir orku og efna í vistkerfum jarðar, fólksfjölgun og önnur vandamál sem herja á jörðina, og enn fremur leiðir til úrbóta.
Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni felst í samræðunni við okkur sjálf og umhverfi okkar þar sem rými er skapað til þess að dýpka þann skilning.
Áhersla er lögð á að efla sjálfsmynd nemandans og trú hans á eigin getu en jafnframt gera hann meðvitaðan um þá ábyrgð sem hann hefur í samskiptum við aðra. Gerð er krafa um að nemendur skoði markvisst persónu sína og endurskoði markmið sín og lífstíl. Nemendur kynnast því hvernig þeir geta haft bein og óbein jákvæð áhrif á samfélagið sitt. Í áfanganum er unnið að því að styrkja félagstengsl milli nemenda, undirbúa þá til að takast á við krefjandi nám og leggja þannig grunn að frjóu menntasamfélagi. Eitt af markmiðunum er að nemendur eflist í að koma fram af virðingu við aðra í fjölmenningarlegu þjóðfélagi. Nemendur eru hvattir til að yfirfæra þá þekkingu og vinnubrögð sem þeir öðlast yfir á aðrar námsgreinar og út í lífið almennt. Nemendur fá tækifæri til að vinna við margvísleg viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Viðfangsefni lífsleikninnar eru breytileg en geta tekið mið af eftirfarandi: sjálfsmynd og samskiptum, tilfinningum og tilfinningagreind, kynheilbrigði, skapandi hugsun og leikrænni tjáningu, menningu og listum, lýðræði, mannréttindum og skiptingu lífsgæða svo nokkuð sé nefnt.
Í áfanganum er unnið að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á þeirri leið sem þeir kjósa eftir að Menntaskólanum að Laugarvatni sleppir. Kenndar eru leiðir til að efla sjálfsþekkingu og að taka ákvarðanir á yfirvegaðan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá óþrjótandi möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi hérlendis og erlendis og að þeir þekki leiðir til að afla upplýsinga á þessu sviði. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntakerfis og vinnumarkaðar og þekki nokkur einkenni íslensks vinnumarkaðar.
Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni að eigin vali sem byggir á fræðilegri þekkingu á ákveðnu námssviði/áhugasviði nemandans. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, til dæmis með ritgerð, rannsókn, tónlistarverki, stuttmynd, nýsköpun eða vefsíðu. Verkefni sem byggir á sköpun (stuttmynd, tónlist og svo framvegis) þarf að skila með skýrslu sem byggir á fræðilegri greinargerð með viðeigandi heimildanotkun um viðfangsefnið ásamt hugmyndinni á bakvið verkið. Hugmyndina skal útfæra undir verkstjórn kennara.
Lokaverkefnið er einstaklingverkefni þar sem áhersla er á ábyrgð, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð. Hver nemandi fær úthlutað leiðbeinanda sér til stuðnings og skilgreinir verkefnið með honum. Ætlast er til að nemendur nýti fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu efnisins. Ávallt skal nota heimildir sér til stuðnings. Nemendur fá kennslu í heimildanotkun og fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast því. Nemendur kynna verkefni sín á málstofu í lok annar.
Upphaf mannkyns og saga menningarsamfélaga frá fornöld til loka 18. aldar, með áherslu á áhrif á sögu og menningu Íslendinga. Upphaf mannsins og þróun menningarsamfélaga. Menning og saga Forn-Grikkja og Rómaveldis. Miðaldir í Evrópu, víkingaöld og landnám Íslands, þróun samfélags á Íslandi á miðöldum. Endurreisn, landafundir, siðskipti og breytingar sem urðu í heiminum í byrjun nýaldar. Upplýsingastefnan og upphaf nútímaþjóðfélags, samfélagsórói og byltingar í lok 18. aldar. Markvisst skal unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í notkun þeirra og einfaldri framsetningu efnis. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum.
Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir valdir atburðir úr sögu 19. og 20. aldar. Til grundvallar liggja 8 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji í það minnsta 6 efnisflokka til umfjöllunar. Þeir eru: Iðnbylting og verkalýðsbarátta, lýðræðisþróun á 19. og 20. öld, þjóðríki og þjóðernisstefna, heimsvaldastefna og nýlendustefna, fyrri heimsstyrjöld og millistríðsárin, síðari heimsstyrjöld og Helförin, Kalda stríðið, velferðarþjóðfélagið og þróun þess.
Menningar- og listasaga með áherslu á uppruna og þróun vestrænnar menningar. Fjallað um menningu fornaldar frá tímum Forngrikkja og Rómverja, upphaf og þróun kristinnar menningar á miðöldum og áhersla lögð á tengsl þeirra við menningu nútímans. Helstu birtingarform listar og menningar gerð skil, einkum myndlistar, byggingalistar og tónlistar. Áhersla er lögð á ólíka þætti menningar í daglegu lífi einstaklinga og samspil menningar, trúarbragða, umhverfis og þjóðfélagsgerðar.
Þetta er grunnáfangi í sálfræði og ætlaður til að kynna nemendum fræðigreinina sálfræði, eðli hennar sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök. Þá er fjallað um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega. Fjallað er sérstaklega um námssálfræði, bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga, sjálfsmynd, mannleg samskipti, þróun náinna sambanda og almennt um mannlegt eðli.
Í þessum áfanga kynnumst við þroskasálfræðinni og sögu hennar, hugtökum, rannsóknaraðferðum og helstu álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis við mótun einstaklinga. Fjallað verður um þroskaferil manneskjunnar allt frá fæðingu til grafar og mikilvægi líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroska barns.
Sérstaklega er tekinn fyrir þroski tilfinninga, félagslegra samskipta, hugsunar og greindar. Áhersla er lögð á þroska sjálfsmyndarinnar og hvernig hún mótast með aldrinum. Einnig verður vikið að þroskahömlun og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur æfa sig í að skoða eigin þroska út frá mismunandi þroskakenningum og greina þá þætti sem hafa mótað þá í lífinu. Nemendur fá æfingu í að rökræða álitamál eins og barneignir táninga, fóstureyðingar eða starfslok. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina verða skoðuð og komið inn á vandamál barna og unglinga (t.d. geðræn, tilfinningaleg, líkamleg, náms- eða hegðunarvandamál). Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði og bókfærslu. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og bókfærslu og fjármálalæsi. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. Excel og GeoGebra.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og tölfræði og líkindareikning. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. Excel.
Áfanganum er skipt upp í tvo hluta þar sem nemendur kynnast annars vegar grunninum af lögfræði og svo hins vegar snert á viðskiptafræði. Ekki gefst tími til að kafa djúp í hvora fræðigreinina en lagt er upp úr því að námið sé hagnýtt og áhugavert fyrir nemendur. Nemendur ættu að fá tilfinningu fyrir fræðunum og forsendur til að kynna sér málin nánar, eftir eigin þörfum og áhuga.
Fjallað er um aðferðafræði og mikilvæg grundvallarhugtök lögfræðinnar. Nemendur þjálfast í að lesa lög og skilja réttarfar og dómstólaskipan á Íslandi. Stjórnarskráin verður skoðuð og þrískipting ríkisvaldsins. Einnig mun meðferð einkamála útskýrð og grunnreglur einkamálaréttarfarsins. Umfjöllun um meðferð mála hjá stjórnsýsluaðilum, til dæmis með tilliti til valdheimilda. Rýnt er í nokkur ólík svið lögfræðinnar. Í viðskiptahluta áfangans verður fjallað um rekstrarhagfræði og helstu grunnatriði í reksti fyrirtækja. Farið verður í áætlanagerð, markaðssetningu, fjármál fyrritækja og lagaumhverfi. Komið verður stuttlega inn á helstu atriði þjóðhagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Við munum líta á þætti hagfræðinnar til að ýta undir fréttalæsi og eflir almennan skilning á þjóðfélagsmálum. Dæmi um hugtök sem er gott að hafa grunnskilning á eru: framleiðsla, fjármagnstekjur, viðskiptaáætlanir, verðbólga, verðmyndun, stýrivextir, verg þjóðarframleiðsla, hagvöxtur, viðskiptajöfnuður og gengi gjaldmiðla.
Skylduáfangar á náttúruvísindabraut
Í áfanganum er lögð áhersla á að efla alla færniþætti tungumálsins hjá nemendum, efla sjálfsöryggi þeirra í að tjá sig munnlega og skriflega um þá efnisþætti sem verið er að vinna með og þannig byggja upp sérhæfðan orðaforða. Áfram er lögð áhersla á að efla kunnáttu í námstækni tungumálanáms með áherslu á að nýta hjálpargögn á réttan hátt, vinna sjálfstætt og nota gagnrýna og skapandi hugsun. Nemendur kynnist danskri menningu og samfélagi með fjölbreyttum verkefnum í gegnum kvikmyndir, fjölmiðla, talað mál, lestur og hlustun. Aukin áhersla verður lögð á samstarf við danska skóla og að kynnast danska framhaldsskólakerfinu.
Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur og hlustun fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Nemendur vinna hlustunaræfingar í tengslum við lesna texta, kvikmyndir, samfélagsmiðla og þætti. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Auk þess er lögð áhersla á hæfni- og leikniviðmið í málfræði fyrir framhaldsskóla. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu og hlustun. Sérstökk áhersla er lögð á námstækni í tungumálanámi.
Mælingar, vísindaleg aðferð, óvissa, líkön, grunn atriði hreyfifræði, kraftfræði, vigrar, lögmál Newtons, orkufræði, þrýstingur, skriðþungi, vinnuútreikningar, aflfræði, skáfletir, núningskraftar, þyngdarlögmálið. Þjálfun í vinnubrögðum eðlisfræðinnar.
Meginviðfangsefnin eru rafsegulfræði, ljós, rafsvið og spenna, segulsvið og span, rafagnageislar en einnig kynning á sértæku afstæðiskenningunni og frumatriðum skammtakenningarinnar.
Efnisatriði eru m.a. bylgjur og sveiflur, lögmál Coulombs, rafsvið,samband spennu og rafsviðs, orkuþéttleiki rafsviðs, þéttir og hugtakið rýmd, afhleðsla í RC-rás, segulsvið og segulpólar, segulsvið umhverfis straumleiðara og í spólu. Laplace lögmálið um kraftverkun í segulsviði, segulflæði, lögmál Faradays um span, einnig seguldempun, sjálfspan, riðstraumsrafall, spennubreytir, Lorentskraftur og massagreinir. Afstæði tíma, lengdar, hraða og massa, ljóseindakenning Einsteins og línulitróf vetnis.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í efnafræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í grunnþætti efnafræðinnar. Farið verður í hluti eins og skýrslugerð, hrein efni, efnablöndur, eiginleikar efna, efnatákn, mól hugtakið, lotukerfið og hlutföll í efnajöfnum.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í efnafræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Haldið verður áfram með grunnþætti efnafræðinnar. Farið verður í hluti eins og efnatengi, Lewis myndir, flokkar efnasambanda, efnahvörf.
Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Lesin eru klassísk bókmenntaverk á enskri tungu og nemendur þjálfaðir í að rýna í bókmenntatexta og ræða umfjöllunarefni verkanna út frá eigin reynslu og skilningi. Einnig er það markmið áfangans að nemendur bæti markvisst við orðaforða sinn, með áherslu á akademískan orðaforða og öðlist þar að auki dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Farið er yfir grundvallaratriði í ritun texta af ýmsum toga og nemendur æfa sig í nýtingu þeirra með hliðsjón af orðaforðanum sem farið er yfir í áfanganum.
Markmið áfangans er að nemendur auki við og æfi frekar þá málfræðiþekkingu sem þeir öðluðust í grunnskóla, ásamt ríkri áherslu sem lögð er á aukinn orðaforða. Nemendur kynnast menningu og málfari mismunandi enskumælandi svæða. Margvíslegar greinar og bókmenntir tengdar þessum menningarsvæðum eru teknar fyrir til lestrar og umræðu. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum; hvort sem er í einstaklings- eða hópavinnu. Unnið er með samskiptafærni í ræðu og riti, þar sem nemendur beita tungumálinu fyrir sig á skipulegan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að færa rök fyrir máli sínu og séu færir um að skrifa texta af ýmsum toga.
Nemendur þjálfa sig í notkun fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni sem tengist grein á viðkomandi námsbraut og sem þeir hafa sérstakan áhuga á og sem þeir stefna mögulega á í framhaldsnámi, í hugvísindum eða náttúruvísindum, og einbeita sér að henni. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Samhliða þessari vinnu eru lesinbókmenntaverk og verkefni unnin í tengslum við það. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur öðlist færni í að greina mismunandi tímabil bókmenntasögunnar út frá þeim verkum sem lesin eru. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og því er áherslumunur á áfanganum á milli brauta.
Markmið áfangans er að nemendur vinni kerfisbundið að undirbúningi fyrirhugaðs náms á háskólastigi. Nemendur vinna með þá tækni og þau vinnubrögð sem kennd hafa verið í fyrri áföngum og það er ætlast til að þeir skili verkefnum af ýmsu tagi í tengslum við umfjöllunarefnið; þá vinna þeir
með rannsóknir og greinar sem tengjast faginu, tileinka sér orðaforða innan fagsins þannig að þeirverði færir um að fræða aðra um fagið í ræðu og riti. Einnig er unnið með bókmenntaverk sem tengjast ákveðnum málsvæðum og/eða sögulegum viðburðum í sögu enskunnar. Í tengslum við
bókmenntalið áfangans er lögð áhersla á að nemendur vinni sérstaklega með ritun og tjáningu. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og er því áherslumunur á milli brauta.
Í heimspekinni þjálfast hugsun og samskipti. Gagnrýnin hugsun og víðsýni. Markmiðið er að nemendur verði meðvitaðir um eðli og gildi heimspekinnar og hvernig má beita henni í ólíku samhengi. Komi auga á heimspekilegar áherslur og álitamál í raunveruleikanum og menningunni, t.d. kvikmyndum. Það er oft fróðlegt að kynna sér hugmyndir þekktra spekinga, en jafnframt mikilsvert að nemendur geti sjálfir myndað sér rökstuddar skoðanir og rætt málefni og heimspekileg álitaefni á upplýstan hátt. Nemendur bæði læra um heimspeki og æfa sig í að ástunda sjálf heimspeki, m.a. með samræðu, í minni og stærri hópum. Kennslubókin fer um vítt svið en það er að nokkru leiti undir nemendum og kennara komið hvar verður staldrað við. Ásamt heimspekinni verður farið í að rannsaka hvað félagsfræðin hefur upp á að bjóða.
Það má segja að ekkert mannlegt sé félagsfræðinni óviðkomandi. Félagsfræðin veltir fyrir sér samfélaginu og er stöðugt á hreyfingu og aldrei í sögunni á meiri hraða en nú um stundir. Sem dæmi má taka þær breytingar sem orðið hafa á félagsháttum með tilkomu samfélagsmiðla en þeim má líkja við byltingu. Umhverfismálin eru knýjandi og neyða okkur til nýrra lausna á mörgum verkefnum, stórum og smáum.
Í áfanganum er unnið með grunnreglur helstu íþróttagreina með áherslu á hópleiki og samstarf nemenda. Farið verður sérstaklega í mikilvægi upphitunar og þolþjálfunar ásamt teygjuæfinga í lok tíma.
Í áfanganum er lögð áhersla á kraft- og liðleikaþjálfun nemenda í formi leikja og hópíþrótta. Einnig verður farið yfir íþróttameiðsl og helstu ástæður þeirra. Farið verður yfir mikilvæga þætti þjálfunar sem koma að styrk og fá nemendur að kynnast æfingum sem byggja upp stoðkerfi líkamans, þeim kynnt rétt líkamsbeiting og fjölbreytni þeirra æfinga sem í boði eru. Nemendur fá einnig að kynnast liðleikaþjálfun og mikilvægi hennar í heildarmyndinni.
Á áfanganum er unnið með undirbúning fyrir eigin þjálfun nemenda. Nemendur þurfa þá að tileinka sér þær aðferðir og læra að nota þau tæki sem þarf til þess að geta stundað eigin þjálfun með jafnri og stígandi ákefð.
Í áfanganum er unnið með undirbúning fyrir eigin þjálfun nemenda. Nemendur þurfa þá að tileinka sér þær aðferðir og læra að nota þau tæki sem þarf til þess að geta stundað eigin þjálfun með jafnri og stígandi ákefð.
Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta upphitun, leiki og svo almenna líkamsrækt. Nemendur fá að kynnast ólíkum æfingum sem byggja á uppbyggingu þols- , liðleika- og styrkar. Einnig er lögð áhersla á heilsuvernd og fá nemendur að kynnast aðferðum sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl.
Í áfanganum er unnið með hugmyndaheim fornbókmenntanna, frásagnalist og norræna goðafræði. Snorra-Edda er lesin sem og valin eddukvæði. Lögð er áhersla á að setja efnið í menningarsögulegt samhengi og finna því stað í nútímanum. Nemendur fá þjálfun í að fjalla um inntak fornbókmenntanna á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Einnig fræðast nemendur um uppruna íslenskrar tungu og helstu atriði í málsögunni. Þá fá nemendur þjálfun í meðferð heimilda og frágangi ritaðs máls. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur öðlist aukinn orðaforða, kynnist fornbókmenntum og dýpki skilning sinn á íslenskri menningarsögu.
Í áfanganum er lagt upp með að nemendur efli málnotkun sína, ritun, lesskilning og framsögn. Nemendur fá þjálfun í byggingu málsgreina, efnisgreina og lengri ritsmíða sem og í meðferð heimilda. Einnig kynnast nemendur og fá þjálfun í notkun málhjálpartækja s.s. orðabóka og ýmissa málforrita. Þá kynnast nemendur grunnreglum í stafsetningu og málfræði og grunnhugtökum í bókmenntafræði. Lesnir eru fjölbreyttir nytjatextar og skáldverk. Nemendur fá þjálfun í því að greina inntak og aðalatriði nytjatexta og bókmenntaverka, túlka, draga ályktanir og setja fram og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni í ræðu og riti, gagnrýnin sem og skapandi.
Í áfanganum er unnið með vítt tímabil í íslenskri bókmenntasögu og kynnast nemendur helstu straumum frá síðmiðöldum til rómantíkur. Brennu-Njáls saga er lesin í heild sinni og önnur valin bókmenntadæmi frá tímabilinu. Lögð er áhersla á að setja verkin í menningarsögulegt samhengi og ekki síst í samhengi við nútímann. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntunum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur dýpki orðaforða sinn og skilning á bókmenntum og íslenskri menningarsögu og efli gagnrýna hugsun.
Í áfanganum er viðfangsefnið íslensk bókmenntasaga frá miðbiki 20. aldar til dagsins í dag. Nemendur kynnast helstu straumum og stefnum tímabilsins og lesa eina veglega nútímaskáldsögu auk annarra valinna verka frá tímabilinu og/eða brota úr verkum. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt. Nemendur lesa fræðigreinar sem tengjast efninu og skrifa heimildaritgerð.
Áfanginn leggur áherslu á jarðfræði Íslands. Fjallað er m.a. um innræn og útræn öfl, innri gerð jarðar, flekarek og heita reiti, eldvirkni og jarðskjálfta, flokkun bergs og steinda, eldstöðva og hrauna. Auk þess er fjallað um vötn og jökla, veðrun og rof ásamt fleiru.
Í áfanganum eru staðalímyndir og staða kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins skoðuð út frá kenningum félagsvísinda. Nemendur fá tækifæri til þess að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu þar sem skoðuð eru valdatengsl kynja og kynhlutverka. Í Kynjafræði er þannig nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleika eða hlutlausa sýn á heiminn. Markmið kynjafræðinnar er almennt að vinna að auknu jafnrétti en jafnréttismál varðar okkur öll í samfélaginu og er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins líkt og ýmsar aðrar breytur eins og aldur, kynhneigð, stétt, kynþáttur og fleira. Markmiðið er að skoða hvernig kynhlutverkin skarast á við þessa þætti og vekja nemendur til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál. Nemendur læra að beita hugtökum kynjafræðinnar og skoða málefni eins og klám, klámvæðingu og ofbeldi. Nám og kennsla fer meðal annars fram með fyrirlestrum, umræðum og fjölbreyttum hóp- og einstaklingsverkefnum. Þátttaka nemenda er því lykilatriði í öllu náminu.
Markmið áfangans er að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt og ábyrga samfélagsþegna m.t.t. sjálfbærni. Fjallað er m.a. um grunnhugtök vistfræðinnar, hringrásir orku og efna í vistkerfum jarðar, fólksfjölgun og önnur vandamál sem herja á jörðina, og enn fremur leiðir til úrbóta.
Fjallað er um frumur, líffæri þeirra og starfsemi og mun milli plöntu– og dýrafrumna. Farið er í hvernig frumur mynda vefi mannslíkamans, hvernig vefir mynda líffæri og raðast í líffærakerfi. Fjallað er um nokkur líffærakerfi mannsins og starfsemi þeirra, það er blóðrásarkerfið, öndunarkerfið, meltingarkerfið og fleiri
Fjallað er m.a. um heilkjarnafrumur og dreifkjarnafrumur, frumuskiptingar og tengingu við krabbamein og smitsjúkdóma. Farið er í æxlunarfæri karla og kvenna og starfsemi þeirra og farið í æxlun, fósturþroskun, fæðingu og þroskun eftir fæðingu.
Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni felst í samræðunni við okkur sjálf og umhverfi okkar þar sem rými er skapað til þess að dýpka þann skilning.
Áhersla er lögð á að efla sjálfsmynd nemandans og trú hans á eigin getu en jafnframt gera hann meðvitaðan um þá ábyrgð sem hann hefur í samskiptum við aðra. Gerð er krafa um að nemendur skoði markvisst persónu sína og endurskoði markmið sín og lífstíl. Nemendur kynnast því hvernig þeir geta haft bein og óbein jákvæð áhrif á samfélagið sitt. Í áfanganum er unnið að því að styrkja félagstengsl milli nemenda, undirbúa þá til að takast á við krefjandi nám og leggja þannig grunn að frjóu menntasamfélagi. Eitt af markmiðunum er að nemendur eflist í að koma fram af virðingu við aðra í fjölmenningarlegu þjóðfélagi. Nemendur eru hvattir til að yfirfæra þá þekkingu og vinnubrögð sem þeir öðlast yfir á aðrar námsgreinar og út í lífið almennt. Nemendur fá tækifæri til að vinna við margvísleg viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Viðfangsefni lífsleikninnar eru breytileg en geta tekið mið af eftirfarandi: sjálfsmynd og samskiptum, tilfinningum og tilfinningagreind, kynheilbrigði, skapandi hugsun og leikrænni tjáningu, menningu og listum, lýðræði, mannréttindum og skiptingu lífsgæða svo nokkuð sé nefnt.
Í áfanganum er unnið að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á þeirri leið sem þeir kjósa eftir að Menntaskólanum að Laugarvatni sleppir. Kenndar eru leiðir til að efla sjálfsþekkingu og að taka ákvarðanir á yfirvegaðan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá óþrjótandi möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi hérlendis og erlendis og að þeir þekki leiðir til að afla upplýsinga á þessu sviði. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntakerfis og vinnumarkaðar og þekki nokkur einkenni íslensks vinnumarkaðar.
Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni að eigin vali sem byggir á fræðilegri þekkingu á ákveðnu námssviði/áhugasviði nemandans. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, til dæmis með ritgerð, rannsókn, tónlistarverki, stuttmynd, nýsköpun eða vefsíðu. Verkefni sem byggir á sköpun (stuttmynd, tónlist og svo framvegis) þarf að skila með skýrslu sem byggir á fræðilegri greinargerð með viðeigandi heimildanotkun um viðfangsefnið ásamt hugmyndinni á bakvið verkið. Hugmyndina skal útfæra undir verkstjórn kennara.
Lokaverkefnið er einstaklingverkefni þar sem áhersla er á ábyrgð, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð. Hver nemandi fær úthlutað leiðbeinanda sér til stuðnings og skilgreinir verkefnið með honum. Ætlast er til að nemendur nýti fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu efnisins. Ávallt skal nota heimildir sér til stuðnings. Nemendur fá kennslu í heimildanotkun og fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast því. Nemendur kynna verkefni sín á málstofu í lok annar.
Upphaf mannkyns og saga menningarsamfélaga frá fornöld til loka 18. aldar, með áherslu á áhrif á sögu og menningu Íslendinga. Upphaf mannsins og þróun menningarsamfélaga. Menning og saga Forn-Grikkja og Rómaveldis. Miðaldir í Evrópu, víkingaöld og landnám Íslands, þróun samfélags á Íslandi á miðöldum. Endurreisn, landafundir, siðskipti og breytingar sem urðu í heiminum í byrjun nýaldar. Upplýsingastefnan og upphaf nútímaþjóðfélags, samfélagsórói og byltingar í lok 18. aldar. Markvisst skal unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í notkun þeirra og einfaldri framsetningu efnis. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum.
Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir valdir atburðir úr sögu 19. og 20. aldar. Til grundvallar liggja 8 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji í það minnsta 6 efnisflokka til umfjöllunar. Þeir eru: Iðnbylting og verkalýðsbarátta, lýðræðisþróun á 19. og 20. öld, þjóðríki og þjóðernisstefna, heimsvaldastefna og nýlendustefna, fyrri heimsstyrjöld og millistríðsárin, síðari heimsstyrjöld og Helförin, Kalda stríðið, velferðarþjóðfélagið og þróun þess.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og annars stigs jöfnur/ójöfnur og margliður. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og fallahugtök, markgildi og diffrun. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og heildun og runur og raðir. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í stærðfræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í hluti eins og vigra og hornaföll. Einnig nýting á viðeigandi forritum t.d. GeoGebra og Desmos.
Valáfangar báðar brautir
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori. Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori. Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori. Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.
Í áfanganum er lögð áhersla á ferðamennsku og útbúnað sem gott er að hafa við höndina þegar ferðast er. Farið verður í mikilvægi klæðnaðar í útivist hvort sem um ræðir vetrarferðamennsku eða gönguferðir að sumri. Farið verður í eina lengri gögnuferð þar sem gist er í skála og eina myrkragöngu þar sem nemendur ganga í skógi með höfuðljós og nesti. Þá fara nemendur einnig í eina dagsferð á kanó.
Nemendur fá kynningu á útivist sem hægt að stunda á veturna og vorin. ásamt kynningu á nærumhverfi skólans. Farið verður í nokkrar ferðir í nágrenni skólans þar sem útivist og umhverfislæsi er fléttað saman. Nemendur læra hvernig best er að búa sig undir ferðir og hvernig best er að stunda útivist á vorin þegar breytingar á náttúrunni eru miklar.
Nemendur fara á gönguskíði og svigskíði ef veður leyfir, göngur og fuglaskoðun. Vonandi gefst okkur kostur á skautaiðkun og veiði á frosnu Laugarvatninu. Þegar sólin hækkar á lofti og hitastigið með ætlum við að æfa okkur í að róa á bátum og brettum á vatninu.
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur korta og notkun áttavita, taka punkta og kennslu á GPS tæki. Þá þurfa nemendur að læra grundvallarþætti er varða notkun á útivistarbúnaði, svo sem bakpoka, tjöld, svefnpoka, prímus, klifurbúnað og annað sem fellur til útivistar. Nemendur fara í tvær ferðir, eina tjaldferð og svo dagsferð þar sem lögð er áhersla á rötun. Einnig fara nemendur í eina klifurferð.
Í áfanganum er lögð áhersla á vetrarferðamennsku og hvernig undirbúningi fyrir útivist að vetri er háttað. Nemendur fá að kynnast ísklifri og mikilvægum öryggisþáttum er það varðar. Nemendur læra einnig grunnöryggisþætti almennrar vetrarferðamennsku líkt og lestur veðurkorta, snjóflóðavarnir og fleira. Farið er í þrjár ferðir að vetrinum í takt við viðfangsefnið hverju sinni.
1. ár | 2. ár | 3. ár | ||||
Íslenska | ||||||
Stærðfræði | ||||||
Tölfræði | ||||||
Fjármálalæsi /bókfærsla | ||||||
Enska | ||||||
Danska | ||||||
Franska | ||||||
Þýska | ||||||
Heimspeki og félagsfræði | ||||||
Kynjafræði | ||||||
Lífsleikni | ||||||
Saga | ||||||
Eðlisfræði | ||||||
Efnafræði | ||||||
Jarðfræði | ||||||
Líffræði | ||||||
Hreyfing og heilsa | ||||||
Lokaverkefni | ||||||
Kór | ||||||
Blak | ||||||
Körfubolti | ||||||
Útivist |
1. ár | 2. ár | 3. ár | ||||
Íslenska | ||||||
Fjármálalæsi /bókfærsla | ||||||
Tölfræði | ||||||
Enska | ||||||
Danska | ||||||
Franska | ||||||
Þýska | ||||||
Félagsfræði | ||||||
Heimspeki | ||||||
Kynjafræði | ||||||
Landafræði | ||||||
Viðskiptafræði /lögfræði | ||||||
Lífsleikni | ||||||
Saga | ||||||
Sálfræði | ||||||
Líffræði | ||||||
Hreyfing og heilsa | ||||||
Lokaverkefni | ||||||
Kór | ||||||
Blak | ||||||
Körfubolti | ||||||
Útivist |
Menntaskólinn að Laugarvatni
Hafðu samband við ML
Menntaskólinn að Laugarvatni
Skólatúni 1
840 Laugarvatn
Upplýsingar
Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299
Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?